Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Morten Harper, rannsóknastjóri norsku samtakanna Nei við ESB, ræddi um slæma reynslu Norðmanna af innleiðingu á orkupökkum 1, 2 og 3 á Háskólatorgi Háskóla Íslands 21. mars síðastliðinn. Hann ræddi líka þá miklu andstöðu sem ríkir í norsku samfélagi varða
Morten Harper, rannsóknastjóri norsku samtakanna Nei við ESB, ræddi um slæma reynslu Norðmanna af innleiðingu á orkupökkum 1, 2 og 3 á Háskólatorgi Háskóla Íslands 21. mars síðastliðinn. Hann ræddi líka þá miklu andstöðu sem ríkir í norsku samfélagi varða
Mynd / HKr.
Fréttaskýring 15. apríl 2019

Fyrirtæki skrá starfsemi í láglaunalöndum til að undirbjóða samkeppnisaðila

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hart er gengið eftir því þessa dagana að Íslendingar samþykki innleiðingu á orkupakka númer þrjú frá Evrópusambandinu sem eina af afurðum samnings um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Það er þó bara ein af mörgum birtingarmyndum á einhliða innleiðingum ESB á viðbótum við EES-samning sem gerður var 1992 og gengið frá 1993.  Orkupakki 3 er eitt, en í Noregi er líka tekist á við innleiðingu á flutningapökkum 1, 2 og 3 sem sagðir eru fela í sér niðurnjörfun á félagslegum undirboðum á vinnumarkaði í skjóli EES-samn­ingsins.
 
Norska alþýðusambandið, eða Landsorganisasjonen i Norge, hefur áhyggjur  af þeim undirboðum sem stunduð eru á norskum vinnumarkaði í skjóli EES-samningsins við Evrópusambandið. Nú er um það rætt að þetta mál ásamt innleiðingu á orkupakka 3 gæti leitt til kröfu um að Noregur segi sig úr EES-samstarfinu fyrir 2025. 
 
Norska alþýðusambandið, eða Landsorganisasjonen i Norge, sem skammstafað er LO, er á móti orkupakka þrjú sem búið er að samþykkja þar í landi og ræðir nú um að Noregur segi upp EES-samningnum vegna undirboða sem hann hefur leitt til á norskum vinnumarkaði. Enda virðist rúllupylsuaðferðin við innleiðingu á þrem flutningapökkum (Mobility Package), sem gulltryggja slík undirboð, vera hönnuð til að grafa undan norrænni atvinnulöggjöf og kjarasamningum.  
 
Um er að ræða það sem kallað er félagsleg undirboð á vinnumarkaði, eða „sosial dumping“, og snertir beint aðild Noregs að EES-samningnum og fjórfrelsinu svonefnda. Kom þetta m.a.  fram í fyrirlestri Morten Harper, rannsóknastjóra norsku samtakanna Nei við ESB, sem fluttur var á Háskólatorgi Háskóla Íslands 21. mars síðastliðinn. 
 
Vegna ákvæða EES-samningsins um frjálst flæði vinnuafls og fjármagns þvert á landamæri aðildarríkja samningsins, þá geta t.d. erlend flutninga- eða rútufyrirtæki haldið úti starfsemi í Noregi en verið með fyrirtækin skráð m.a. í Austur- eða Suður-Evrópu. Þannig  geta þau nýtt sér starfsfólk þaðan á mun lægri launum en þekkjast í Noregi. Þetta hefur þegar skekkt verulega samkeppnistöðu norskra fyrirtækja sem byggja sína starfsemi á norsku vinnuafli samkvæmt norskri vinnulöggjöf. 
 
Bent er á að frá undirskrift EES-samningsins 1993 hefur verið stöðugur samdráttur í útflutningi á iðnaðarvörum, fyrir utan olíu, frá Noregi til ESB-landanna. Er það þvert á þróun útflutnings frá 1988 til 1993 og einnig fullyrðingar um hver áhrifin yrðu af EES-samningnum eftir 1993, að því er fram kom í máli Morten Harpers.  
 
Ódýrt vinnuafl líka flutt inn til Íslands í samkeppni við það íslenska
 
Farið er að bera á nákvæmlega sama vandamáli á Íslandi vegna starfsemi erlendra rútufyrirtækja sem gagnrýnd hefur verið af íslenskum fyrirtækjum í sömu grein. Kom það m.a. upp á yfirborðið í aðdraganda þeirra vinnudeilna sem uppi hafa verið á Íslandi undnafarnar vikur en vonandi eru yfirstaðnar. 
 
Stjórnarmaður WOW taldi miður að það væri undir íslenskri vinnulöggjöf
 
Athygli vakti á dögunum er fyrr­verandi stjórnarmaður í hinu gjaldþrota flugfélagi WOW, Ben Baldanza, hagfræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri lággjaldaflugfélagsins Spirit Airlines, taldi að WOW hefði hugsanlega bjargast ef það hefði skráð starfsemina erlendis. Í Fréttablaðinu kom fram að hann nefndi fimm ástæður fyrir falli WOW. Þær væru skortur á aðhaldi við útgjöld en kostnaður við rekstur flugfélaga fari hækkandi, bæði vegna þess að starfsfólk og flugvélar verði dýrari með aldrinum. Hann sagði það einnig hafa orðið félaginu að falli að hafa nánast einvörðungu notast við íslenskt vinnuafl því laun á Íslandi séu hærri en gengur og gerist í Evrópu. Það hafi reynst eigandanum Skúla Mogensen dýrkeypt að leita ekki til ódýrara vinnuafls.
 
Það er einmitt þetta sjónarmið grjótharðra peningahyggjumanna sem hefur hleypt illu blóði í norsku verkalýðshreyfinguna. Með öðrum orðum, þessi fjármálaspekúlant hefði helst viljað að Skúli hefði tekið þátt í félagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði með því að skrá WOW t.d. í Austur-Evrópu líkt og virðist hafa verið gert varðandi Primera Air sem varð gjaldþrota undir lok síðasta árs. Ætti mönnum að vera í fersku minni þær hörðu deilur sem íslenskar flugfreyjur áttu í við Primera Air vegna slíkra mála.  Slíkt var líka ásteytingarsteinn þegar unnið var að gerð Kárahnjúkavirkjunar. Ef flutningapakkar ESB verða að fullu innleiddir á Íslandi mun íslensk verkalýðshreyfing væntanlega ekki hafa lengur lagalega stöðu til að skipta sér framar af slíkum málum. Allavega er varðar erlent starfsfólk sem vinnur við flug og aðra flutninga á vörum og fólki í lofti, láði og á legi.
Stjórnvöld verði að fara í heildarstefnumörkun
Fréttaskýring 26. maí 2023

Stjórnvöld verði að fara í heildarstefnumörkun

Hugmyndir um vindmyllur á Íslandi og að nýta vindorku í auknum mæli eru mjög umd...

Vandrataður vegur tollverndar
Fréttaskýring 15. maí 2023

Vandrataður vegur tollverndar

Tollvernd er mikilvægt stjórntæki, liður í opinberri stefnu stjórnvalda gagnvart...

„Samúð með bændum áþreifanleg í salnum“
Fréttaskýring 28. apríl 2023

„Samúð með bændum áþreifanleg í salnum“

Opinn upplýsingafundur var haldinn á Hótel Laugarbakka þriðjudaginn 18. apríl ve...

Ákall er um breytingar á riðuvörnum
Fréttaskýring 28. apríl 2023

Ákall er um breytingar á riðuvörnum

Riðuveiki í sauðfé hefur í fyrsta sinn greinst í Miðfjarðarhólfi, sauðfjárveikiv...

Matvæli undir fölsku flaggi
Fréttaskýring 10. mars 2023

Matvæli undir fölsku flaggi

Uppruni matvæla skiptir neytendur miklu máli. Ákveðnar reglur gilda um merkingar...

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda
Fréttaskýring 2. mars 2023

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda

Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræ...

Kostur skemmtiferðaskipa
Fréttaskýring 20. febrúar 2023

Kostur skemmtiferðaskipa

Von er á tæplega 300 farþegaskipum til Íslands á þessu ári. Ætla má að farþegar ...

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi
Fréttaskýring 17. febrúar 2023

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi

Í dag eru tveir stórir metanframleiðendur á Íslandi – annars vegar Sorpa í Reykj...