Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 4. október 2017

Erfitt aðgengi geitfjárbænda að sláturhúsum

Höfundur: smh
Hár sláturkostnaður, erfitt aðgengi að sláturhúsum og ófullnægjandi þjónusta þeirra er þess valdandi að geitabændur eiga í ákveðnum vandræðum með að gera afurðir sínar að markaðsvöru. 
 
Nýlega lauk vinnu við gerð samræmds kjötmats fyrir geitakjöt, sem unnið var í samstarfi við Matvælastofnun og Matís, en það var liður í því að auka verðmætasköpun, vöruþróun og kynningu á geitfjárafurðum. Hluti af þeirri vinnu er að samræma verklag í sláturhúsum, ekki síst til að hægt verði að varðveita og safna verðmætum hliðarafurðum geitarinnar. Það hefur verið ákveðnum erfiðleikum bundið hjá sumum sláturhúsum þar sem svo fáum gripum er slátrað. 
 
Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, segir að til þess að hægt verði að gera afurðirnar aðgengilegri fyrir neytendur og markaðsvænni verði staða geitabænda gagnvart sláturleyfishöfum að batna því hún sé nú mjög veik. „Nokkrir sláturleyfishafar hafa hækkað sláturkostnaðinn í 5.500 krónur á hvern haus og þeir pakka ekki. Við þurfum því að sækja gripina sjálf og það veldur því að við getum ekki selt afurðirnar því þeim er ekki pakkað frá afurðastöð. Það er ekki í boði heldur að afurðastöðvarnar taki gripina til sölu.“
 
Geta ekki gengið að slátrun vísri
 
„Við getum ekki gengið að því sem vísu að sláturhúsin slátri fyrir okkur; þau hafa allan fyrirvara á því og slátra þá jafnvel í verktöku eftir hefðbundinn vinnutíma. 
 
Þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að geta sett neitt af þessu á markað nema reglum verði breytt þannig að hægt verði að taka kjötið heim og selja beint frá býli, án þess að því sé pakkað samkvæmt reglum um afurðasölu,“ segir Sif. 
 
Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...