Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 4. október 2017

Erfitt aðgengi geitfjárbænda að sláturhúsum

Höfundur: smh
Hár sláturkostnaður, erfitt aðgengi að sláturhúsum og ófullnægjandi þjónusta þeirra er þess valdandi að geitabændur eiga í ákveðnum vandræðum með að gera afurðir sínar að markaðsvöru. 
 
Nýlega lauk vinnu við gerð samræmds kjötmats fyrir geitakjöt, sem unnið var í samstarfi við Matvælastofnun og Matís, en það var liður í því að auka verðmætasköpun, vöruþróun og kynningu á geitfjárafurðum. Hluti af þeirri vinnu er að samræma verklag í sláturhúsum, ekki síst til að hægt verði að varðveita og safna verðmætum hliðarafurðum geitarinnar. Það hefur verið ákveðnum erfiðleikum bundið hjá sumum sláturhúsum þar sem svo fáum gripum er slátrað. 
 
Sif Matthíasdóttir, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, segir að til þess að hægt verði að gera afurðirnar aðgengilegri fyrir neytendur og markaðsvænni verði staða geitabænda gagnvart sláturleyfishöfum að batna því hún sé nú mjög veik. „Nokkrir sláturleyfishafar hafa hækkað sláturkostnaðinn í 5.500 krónur á hvern haus og þeir pakka ekki. Við þurfum því að sækja gripina sjálf og það veldur því að við getum ekki selt afurðirnar því þeim er ekki pakkað frá afurðastöð. Það er ekki í boði heldur að afurðastöðvarnar taki gripina til sölu.“
 
Geta ekki gengið að slátrun vísri
 
„Við getum ekki gengið að því sem vísu að sláturhúsin slátri fyrir okkur; þau hafa allan fyrirvara á því og slátra þá jafnvel í verktöku eftir hefðbundinn vinnutíma. 
 
Þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að geta sett neitt af þessu á markað nema reglum verði breytt þannig að hægt verði að taka kjötið heim og selja beint frá býli, án þess að því sé pakkað samkvæmt reglum um afurðasölu,“ segir Sif. 
 
Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...