Geitastofninn var nánast horfinn
Hjónin Hákon Bjarki Harðarson og Þorbjörg Konráðsdóttir stunda geitfjárrækt á Svertingsstöðum í Eyjafjarðarsveit. Hákon tók við embætti formanns deildar geitfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands í byrjun árs. Að auki við þær 19 huðnur og tvo hafra sem hjónin verða með í vetur þá eru jafnframt 70 mjólkurkýr og 100 kindur á Svertingsstöðum.





