Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Anna María Flygenring, formaður deildar geitfjárræktar BÍ, og aðrir fundarmenn á Búgreinaþinginu: Anna María Lind Geirsdóttir, sem stýrði fundi, Helena Hólm og Hafliði Halldórsson frá BÍ, starfsmaður fundarins. Hluti fundarmanna tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Anna María Flygenring, formaður deildar geitfjárræktar BÍ, og aðrir fundarmenn á Búgreinaþinginu: Anna María Lind Geirsdóttir, sem stýrði fundi, Helena Hólm og Hafliði Halldórsson frá BÍ, starfsmaður fundarins. Hluti fundarmanna tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Mynd / smh
Fréttir 11. mars 2022

Anna María kjörin formaður deildar geitfjárræktar BÍ

Höfundur: smh

Deild geitfjárræktar Bænda­samtaka Íslands (BÍ) hélt sitt Búgreinaþing á Hótel Natura fimmtudaginn 3. mars. Anna María Flygenring í Hlíð var kjörin formaður og með henni í stjórn eru Helena Hólm á Skálatjörn og Jóhanna B. Þorvaldsdóttir á Háafelli.

Anna María verður enn fremur búnaðarþingsfulltrúi deildar geit­fjárræktar.

Gripagreiðslur skila sér seint
Anna María Flygenring var kjörin formaður deildar geitfjárræktar Bændasamtaka Íslands.

Á Búgreinaþinginu fór Anna María Flygenring formaður yfir starfsemi liðins árs. Fundurinn ályktaði um að gripagreiðslur frá ríkinu skili sér seint til geitabænda sem þurfi að koma í lag. Anna María segir að mikilvægt sé að þessar greiðslur skili sér á réttum tíma, meðal annars fyrir virðisaukaskattsskilin, en mjög oft þurfi að reka á eftir þeim.

Hún segir að greiðslurnar skiptist þannig að 69 prósent sé greitt á hverja vetrarfóðraða geit, skráða í Heiðrúnu, átta prósent er greitt til innleggjenda á fiðu og átta prósent á lítra af mjólk. Síðan fara 15 prósent til reksturs hafrastöðvar Geitfjárræktarfélags Íslands.

Aðalfundi frestað

Aðalfundi Geitfjárræktarfélags Íslands, sem átti að halda í kjölfar þingsins, var frestað en við sameininguna við Bændasamtök Íslands á síðasta ári var samhliða samþykkt að félagið yrði áfram rekið sem sérstakt félag. Anna María segir að það hafi verið ákveðið að fresta aðalfundinum vegna þess að miklar vangaveltur hafi orðið um samþykktirnar vegna samrunans við BÍ og tíminn ekki nægur til að klára þá yfirferð. Hann verði líklega haldinn á næstu tveimur til þremur vikum.

Samkvæmt samþykktum Bænda­samtaka Íslands hafa fullgildir félagsmenn BÍ innan hverrar búgreinadeildar einir atkvæðisrétt og kjörgengi á Búgreinaþingi. Búgreinaþingið er opið öllum félagsmönnum BÍ sem starfa innan búgreinarinnar.

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...