Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Anna María Flygenring, formaður deildar geitfjárræktar BÍ, og aðrir fundarmenn á Búgreinaþinginu: Anna María Lind Geirsdóttir, sem stýrði fundi, Helena Hólm og Hafliði Halldórsson frá BÍ, starfsmaður fundarins. Hluti fundarmanna tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Anna María Flygenring, formaður deildar geitfjárræktar BÍ, og aðrir fundarmenn á Búgreinaþinginu: Anna María Lind Geirsdóttir, sem stýrði fundi, Helena Hólm og Hafliði Halldórsson frá BÍ, starfsmaður fundarins. Hluti fundarmanna tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Mynd / smh
Fréttir 11. mars 2022

Anna María kjörin formaður deildar geitfjárræktar BÍ

Höfundur: smh

Deild geitfjárræktar Bænda­samtaka Íslands (BÍ) hélt sitt Búgreinaþing á Hótel Natura fimmtudaginn 3. mars. Anna María Flygenring í Hlíð var kjörin formaður og með henni í stjórn eru Helena Hólm á Skálatjörn og Jóhanna B. Þorvaldsdóttir á Háafelli.

Anna María verður enn fremur búnaðarþingsfulltrúi deildar geit­fjárræktar.

Gripagreiðslur skila sér seint
Anna María Flygenring var kjörin formaður deildar geitfjárræktar Bændasamtaka Íslands.

Á Búgreinaþinginu fór Anna María Flygenring formaður yfir starfsemi liðins árs. Fundurinn ályktaði um að gripagreiðslur frá ríkinu skili sér seint til geitabænda sem þurfi að koma í lag. Anna María segir að mikilvægt sé að þessar greiðslur skili sér á réttum tíma, meðal annars fyrir virðisaukaskattsskilin, en mjög oft þurfi að reka á eftir þeim.

Hún segir að greiðslurnar skiptist þannig að 69 prósent sé greitt á hverja vetrarfóðraða geit, skráða í Heiðrúnu, átta prósent er greitt til innleggjenda á fiðu og átta prósent á lítra af mjólk. Síðan fara 15 prósent til reksturs hafrastöðvar Geitfjárræktarfélags Íslands.

Aðalfundi frestað

Aðalfundi Geitfjárræktarfélags Íslands, sem átti að halda í kjölfar þingsins, var frestað en við sameininguna við Bændasamtök Íslands á síðasta ári var samhliða samþykkt að félagið yrði áfram rekið sem sérstakt félag. Anna María segir að það hafi verið ákveðið að fresta aðalfundinum vegna þess að miklar vangaveltur hafi orðið um samþykktirnar vegna samrunans við BÍ og tíminn ekki nægur til að klára þá yfirferð. Hann verði líklega haldinn á næstu tveimur til þremur vikum.

Samkvæmt samþykktum Bænda­samtaka Íslands hafa fullgildir félagsmenn BÍ innan hverrar búgreinadeildar einir atkvæðisrétt og kjörgengi á Búgreinaþingi. Búgreinaþingið er opið öllum félagsmönnum BÍ sem starfa innan búgreinarinnar.

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...