Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bandaríkin og Norðurlöndin eru mikilvægustu markaðslöndin
Fréttir 25. nóvember 2015

Bandaríkin og Norðurlöndin eru mikilvægustu markaðslöndin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri hefur skilað skýrslu sem kallast Markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings og er unnin fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Í kafla skýrslunnar um utanlandsmarkað fyrir lambakjöt segir að útflutningur lambakjöts hafi verið 6.800 tonn árið 2014. Norðurlöndin og Norður-Ameríka eru mikilvægustu markaðirnir.

Árið 2014 nam útflutningur á sauðfjárafurðum um 6.800 tonnum. Kindakjöt, innmatur, svið og annar matur var rúm 4.700 tonn. Mismunurinn er ull og gærur. Athygli vekur hvað vöxtur á útflutningi kindakjöts og annars matar af sauðfé hefur verið mikill frá árinu 2002 þegar útflutningur nam rúmum 1.600 tonnum. Hefur hann því þrefaldast til 2014.

Hlutfallslega hefur vöxturinn samt verið mestur í söltuðu og reyktu kjöti á þessu tímabili. Þar fór magnið úr 9,1 tonni í 76.

Þróun krónunnar

Í skýrslunni er ástæða aukins útflutnings rakin til þróunar á gengi krónunnar undanfarin ár. Gengið veiktist mikið í bankahruninu 2008 og við það jókst útflutningur á lambakjöti.

Útflutningsbætur á lambakjöt hafa ekkert með aukinn útflutning á tímabilinu þar sem þær hafa ekki verið greiddar frá árinu 1991.

Spánn borgar best

Árið 2013 keyptu 18 lönd frosið kindakjöt frá Íslandi en nýtt kjöt var selt til 11 landa. Sviss er eina landið sem keypti bara ferskt kjöt og eru því viðskiptalöndin 19 í það heila. Hong Kong, Noregur og Rússland eru þrjú stærstu viðskiptalönd okkar. Bretland og Færeyjar fylgja svo fast á eftir í fjórða og fimmta sæti.
Helstu kaupendur af fersku lambakjöti 2013 voru Bandaríkin en síðan komu Rússland og Holland.

Kanada, Bandaríkin, Þýskaland og Norðurlöndin borguðu best þegar meðaltal var tekið fyrir allar frosnar afurðir en Svíþjóð, Grænland og Sviss borguðu  best fyrir ferskt kjöt.

Spánn borgar besta verðið fyrir frysta lambahryggi og hryggsneiðar, eða þrefalt hærra en meðalverðið sem aðrar þjóðir greiða. Svíþjóð kemur næst á eftir Spánverjum og greiðir þrefalt hærra verð fyrir annað fryst úrbeinað lamba- og kindakjöt.

Þegar útflutningshlutdeild innan hverrar vörutegundar er skoðuð kemur í ljós að Norðurlöndin og Norður-Ameríka eru mikilvægustu markaðirnir.

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...