Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Fyrirtæki sýna aukinn áhuga á að kaupa jarðir og fara í skógrækt til að kolefnisjafna starfsemi sína.
Fyrirtæki sýna aukinn áhuga á að kaupa jarðir og fara í skógrækt til að kolefnisjafna starfsemi sína.
Fréttir 25. maí 2022

Aukin ásælni fyrirtækja í jarðir til skógræktar og kolefnisjöfnunar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verð fyrir jarðir hefur hækkað undanfarin ár og jarðir í fullum rekstri seljast fyrir hátt verð. Færst hefur í aukana að fyrirtæki kaupi jarðir til skógræktar og til að kolefnisjafna starfsemi sína. Aukning er í fyrirspurnum um jarðir sem henta til skógræktar og flestir landshlutar sem koma þá til greina.

„Mér virðist sem ýmis fyrirtæki hafi áhuga á að fara í skógrækt, og einstaklingar líka, til að kolefnisjafna starfsemi sína,“ segir Magnús Leópoldsson, bóndi og fasteignasali. Hann segir þó að viðskipti með jarðir það sem af er ársins sé svipuð og undanfarin ár. „Það koma alltaf inn jarðir í sölu með hækkandi sól en eignaskipti á jörðum hafa yfirleitt langan aðdraganda, ár eða meira.

Sala á jörðum hefur gengið ágætlega núna og fylgir ákveðnum dampi og ekkert meiri læti í kringum það núna fremur en hingað til og svipaður fjöldi sem skiptir um eigendur árlega og hefur lengi verið, í kringum hundrað jarðir, og hluti þeirra eignaskipta er innan fjölskyldna vegna kynslóðaskipta.“ Auk þess sem Magnús segir að markaður fyrir garðyrkjubýli sé alltaf til staðar.

Fjögur kúabú í rekstri í Landeyjum sett á sölu

„Sala á jörðum er tiltölulega jöfn um allt land og óvanalegt að fjórar jarðir í nágrenni við hver aðra fari í sölu en slíkt gerðist í vor þegar fjögur kúabú í fullum rekstri í Landeyjum voru sett í sölu. Aðdragandinn að því hefur verið langur og væntanlega búið að selja tvær jarðanna.“ Magnús segir að yfirleitt gangi þokkalega að fjármagna jarðir í rekstri en að ólíkt markaði með íbúðir á höfuðborgarsvæðinu séu yfirleitt ekki margir að bítast um eignina. „Yfirleitt koma margar fyrir­spurnir en þegar að kaupunum kemur og á reynir eru yfirleitt ekki nema einn til þrír eftir.“

Huga þarf að mörgum þáttum

Eins og gefur að skilja þurfa væntanlegir kaupendur að kynna sér aðstæður vel áður en þeir kaupa jörð í rekstri og margir þættir sem þarf að huga að. „Fjárfestingin er slík og fólk tekur ekki við kúabúi eða jörð í annars konar rekstri án þess að vita hvað það er að gera.“

Verð að hækka

Aðspurður segir Magnús að hann hafi tengst kaupum og sölu á jörðum í þrjá áratugi og að sínu mati hafi jarðir verið að hækka í verði og að seljendur séu að fá meira fyrir þær en fyrir nokkrum árum. „Verðið fer algerlega eftir því hvar jörðin er á landinu og landgæðum. Land á láglendi er töluvert dýrara en land á hálendi. Smekkur kaupenda skiptir einnig máli og hvað þeir hafi í huga að gera með landið.

Heilt yfir má samt segja að jarðir á Suður- og Vesturlandi og við Eyjafjörð séu að seljast dýrar en jarðir annars staðar á landinu. Hitt er svo annað að það er víða hægt að kaupa góða jörð og margt sem spilar þar inni í, eins og samgöngur og þjónusta, heilbrigðisþjónusta og skólar. Allt þetta skiptir máli og sérstaklega fyrir ungt fólk sem vill fara út í búskap.“ Magnús segir að það sé svo alltaf til fólk sem kaupir sér jörð sem fjárfestingu eða einfaldlega til að eiga hana og nota í frístundum.

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...

Smitvarnir áréttaðar
Fréttir 20. janúar 2023

Smitvarnir áréttaðar

Í ljósi útbreiðslu bráðsmitandi afbrigðis af fuglaflensu H5N1 sá Eigenda- og ræk...

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku
Fréttir 19. janúar 2023

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku

Á undanförnum vikum hafa hnökrar verið á ullarþurrkun í ullarþvottastöðinni á Bl...