Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Alifuglakjötið hefur verið mest selda kjötafurðin á Íslandi frá árinu 2007
Mynd / smh
Fréttir 16. desember 2021

Alifuglakjötið hefur verið mest selda kjötafurðin á Íslandi frá árinu 2007

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Alifuglakjöt er greinilega búið að festa sig í sessi sem langvinsælasta kjötafurðin á Íslandi samkvæmt tölum mæla­borðs landbúnaðarins. Af því voru seld rétt tæp 9.000 tonn á tólf mánaða tímabili.

Þegar litið er yfir sölutölur á kjöti frá afurðastöðvum er ljóst að alifuglakjöt er mest selda kjötafurðin á Íslandi með 8.993.119 kg (rétt tæpum 9 þúsund tonnum) á tólf mánaða tímabili frá októberlokum 2020 til októberloka 2021.

Alifuglakjötssalan 27,3% meiri en kindakjötssalan

Þrátt fyrir 1,3% samdrátt í sölu er alifuglakjötið með yfirburði yfir söluna á kindakjötinu sem nam á sama tíma 6.537.965 kg. Samt var 4,5% aukning í sölu á kindakjöti á milli ára. Var kindakjötssalan því rúmlega 2.455 tonnum minni en salan á alifuglakjötinu, eða sem nemur um 27,3%.
Alifuglakjötið sigldi fram úr kindakjötinu árið 2007

Það var reyndar árið 2007 sem alifuglakjötið fór fram úr kindakjöts­neyslunni. Þá var neyslan á kindakjöti 22,3 kg að meðaltali á mann en alifuglakjötið með 24 kg. Síðan 2007 hefur alifuglakjötið alltaf verið með meiri neyslu og fór mest í 28,2 kg á mann árið 2017, þegar kindakjötið var með 20,6 kg.

Á 12 mánaða tímabili frá októberlokum 2020 til októberloka 2021 var meðalneyslan á alifuglakjöti 24,5 kg á mann, en kindakjötið er komið niður í 17,2 kg. Eftir 2015 verður þó að hafa fyrirvara um mögulega skekkju í tölum um neyslu á mann vegna ferðamanna. Neyslutölur geta því verið ögn hærri en raunin er.

Svínakjötið er fast á eftir kindakjötinu í sölu með 6.474.243 kg. Hefði ekki komið til 4% samdráttar í sölu á svínakjöti hefði salan á því farið vel fram úr kindakjötssölunni.
Salan á nautakjöti jókst um 5%

Í fjórða sæti í kjötsölunni er nautgripakjöt. Af því voru seld frá afurðastöðvum 4.858.998 kg á tólf mánaða tímabili. Þar hefur orðið marktæk aukning í sölu, eða sem nemur 5%. Aukningin í sölu nautakjöts helst nokkuð vel í hendur við aukningu í framleiðslunni sem var líka 5% á milli ára. Þannig voru framleidd 4.874.635 kg af nautgripakjöti á tólf mánaða tímabili. Meðalneysla á mann á þessu tímabili var 13,1 kg.

Athygli vekur að þegar tölur Hagstofu Íslands um neyslu á mann frá 1983 til 2015 og framreikningur Bændablaðsins á þeim tölum til októberloka 2021 eru skoðaðar, kemur í ljós að mjög litlar sveiflur hafa orðið í neyslu á nautakjötinu allt frá árinu 1985. Hefur hún legið á bilinu 10,5 til 114,1 kg. Árið 2011 fór nautakjötsneyslan í fyrsta sinn yfir 13 kg á mann og hefur haldist yfir þeirri tölu síðan nema á árinu 2020 þegar hún fór niður í 12,5 kg á mann.

Þótt hrossakjöt hafi greinilega aldrei verið mjög ofarlega á vinsældalista íslenskra neytenda, þá seldust samt 621.353 kg (621 tonn) á tólf mánaða tímabili fram til októberloka. Meðalneysla á mann var þá 1,8 kg. Það vekur samt athygli að þar hefur orðið verulegur samdráttur í sölu, eða sem nemur 15,5%. Á tímabilinu frá ágústbyrjun til októberloka var samdrátturinn hlutfallslega enn meiri, eða 20,7%. /HKr.
– Sjá nánar á bls. 8 í nýju Bændablaði

Skylt efni: alifuglakjöt | kjúklingur

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...