Kúabú flutt milli bæja
Miklar breytingar hafa átt sér stað á Kaldárbakka í Kolbeinsstaðahreppi hinum forna. Rekstur kúabús á bænum hefur verið lagður niður, en í staðinn keypti fjölskyldan jörðina Hrauntún og hóf mjólkurframleiðslu þar. Á bak við hinn nýja rekstur standa sex aðilar og vilja þau hugsa um þetta sem fyrirtæki.