Signý Guðmundsdóttir afhendir snjóbílinn Gusa fyrir hönd föður síns og Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns, veitir farartækinu viðtöku.
Signý Guðmundsdóttir afhendir snjóbílinn Gusa fyrir hönd föður síns og Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns, veitir farartækinu viðtöku.
Mynd / Aðsend
Menning 25. júní 2024

Gusi á Skógasafn

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fjölskylda Guðmundar Jónassonar hefur afhent snjóbílinn Gusa til varðveislu á Skógasafni.

Bíllinn var smíðaður í Bombardier-verksmiðjunum í Kanada og keypti Guðmundur hann árið 1952. Gusi var útbúinn með einangruðu farþegarými, öflugri miðstöð og góðu plássi fyrir tólf farþega. Til þess að fylgjast með staðsetningu ökutækisins í jöklaferðum bætti Guðmundur við búnaði eins og áttavita, hæðarmæli og vegmæli sem dreginn var aftan við bílinn. Jafnframt var sett talstöð í farartækið, en á þeim tíma var notkun þeirra afmörkuð við siglingar.

Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá GJ Travel. Bifreiðin er í mjög góðu standi og getur enn náð 60 kílómetra hraða eins og þegar hún var ný. Að jafnaði var ekið á 25–30 kílómetra hraða í jöklaferðum og var farartækið vinsælt í krefjandi hálendis- og jöklaverkefni. Gusi var til að mynda mikið notaður í leiðöngrum Jöklarannsóknarfélags Íslands.

Telur árangurinn á EM viðunandi
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 22. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Kóngurinn í Skagafirði
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi veri...

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...