Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sýningin Rask verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum 6. júní til 31. ágúst þar sem ljósmyndin og ljóðið eru leidd saman.
Sýningin Rask verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum 6. júní til 31. ágúst þar sem ljósmyndin og ljóðið eru leidd saman.
Mynd / Listahátíð-Agnieszka Sosnowska
Menning 31. maí 2024

Listin teygir sig víða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Listahátíð í Reykjavík fer fram dagana 1. til 16. júní. Hátíðin teygir sig einnig með ýmsa viðburði út á landsbyggðina.

Listahátíð fagnar fjölbreytileika mannlífsins og setur aðgengi og virðingu fyrir umhverfinu í forgang, að sögn forsvarsmanna hennar. Við verkefnaval er hátíðin sögð hafa faglegan metnað, kjark, lífsgleði og stórhug að leiðarljósi. Á dagskránni í ár er fjölbreytt úrval yfir 80 listviðburða af ýmsum toga og sumir þeirra utan Reykjavíkur.

Sæskrímsli, ljósmyndir og ljóð

Sem dæmi um viðburði á landsbyggðinni er Sæskrímsli. Segir um sýninguna í kynningu að hún sé „fyrsta stóra götuleikhússýningin sem unnin er á Íslandi. Skrímslin ganga á land í von um að minna okkur á að passa upp á náttúruna okkar. Sýningin ferðast á Akranes, Ísafjörð, Húsavík og í Neskaupstað.“ Tilgreind er listsýningin Rask í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. „Þar mætast Agnieszka Sosnowska ljósmyndari og Ingunn Snædal ljóðskáld,“ segir í kynningu. „Samspil ljósmynda og ljóða birtast sem vitnisburður um þróun lands og eyðingu.“
Þá verður samsýningin Er þetta Norður? í Listasafninu á Akureyri. Þar fjallar listafólkið um „sameiginlega reynsluheima fólks sem býr á Norðurslóðum“.
Suðupottur listsköpunar

Á Siglufirði verður INTO festival í Alþýðuhúsinu. „Alþýðuhúsið er handhafi Eyrarrósarinnar í ár sem eru verðlaun veitt annað hvert ár fyrir framúrskarandi menningarstarf á landsbyggðinni. Á INTO festival sameinast listafólk víðs vegar að úr heiminum og sýnir verk sín. Myndlist, gjörningar, útilistaverk, tónleikar og ljóðalestur eru meðal þess sem áhorfendur mega búast við að finna á hátíðinni,“ segir í kynningu.

„KIOSK 108 er sjálfstæður vettvangur lista á Seyðisfirði. Þar finna gestir einstakan suðupott sjónlista, tónlistar og gjörninga. KIOSK 108 býður upp á tveggja daga hátíð þar sem fléttast saman framsækin listsköpun og tónlist svo úr verður margbreytilegt og ástríðufullt neðanjarðarpartí.“

Þá má nefna skúlptúrsýninguna Í lausu lofti sem verður í Gallerý Úthverfu á Ísafirði. Þar sýnir Auður Lóa Guðnadóttir skúlptúra „sem fjalla um það að tilheyra og tilheyra ekki, græna páfagauka í almenningsgörðum Lundúna, flöskuskeyti og allt þar á milli. Auður Lóa hefur einbeitt sér að skúlptúrum úr máluðum pappamassa.“

Heildardagskrá er að finna á vef Listsahátíðar

Flaggar ólíkum fánum daglega
Líf og starf 10. júní 2025

Flaggar ólíkum fánum daglega

Ólafur Sverrisson fánasafnari á 214 ólíka fána, bæði þjóðfána ásamt fánum sem ti...

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn
Líf og starf 10. júní 2025

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn

Landsmótið í skólaskák fór fram helgina 3.–4. maí. Mótið á um 50 ára sögu og er ...

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans
Líf og starf 6. júní 2025

Brot af glötuðum heimi og kennimörk fasismans

Þórhildur Ólafsdóttir sendi fyrr á árinu frá sér bókina Með minnið á heilanum se...

Óheppni spilarinn
Líf og starf 5. júní 2025

Óheppni spilarinn

Í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni sem fram fór 11.–13. apríl hitti ég ...

Kjörgripir búnaðarsögu í hundraðavís
Líf og starf 2. júní 2025

Kjörgripir búnaðarsögu í hundraðavís

Búminjasafnið Lindabæ á tíu ára afmæli nú í sumar. Safnið lætur gera upp sjaldgæ...

Harmonikunni fagnað á Klaustri
Líf og starf 29. maí 2025

Harmonikunni fagnað á Klaustri

Um sjómannadagshelgina verður haldin harmoniku- og alþýðutónlistarhátið á Kirkju...

Goðsögnin Ivanchuk
Líf og starf 26. maí 2025

Goðsögnin Ivanchuk

Í síðasta pistli fjallaði ég um Reykjavíkurskákmótið, í boði Kviku eignastýringa...

Framtíðarborgin og viðnám hefðarinnar
Líf og starf 23. maí 2025

Framtíðarborgin og viðnám hefðarinnar

Feneyjatvíæringurinn í arkitektúr hófst í síðustu viku. Íslendingar taka nú þátt...