Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Flugvél af tegundinni Douglas sem var komið fyrir undir Eyjafjöllum síðasta sumar.
Flugvél af tegundinni Douglas sem var komið fyrir undir Eyjafjöllum síðasta sumar.
Mynd / ál
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir. Tómas Birgir Magnússon, sem rekur ferðaþjónustu í Eyvindarholti, vill með þessu byggja upp áfangastað fyrir ferðamenn.

Þessi flugvél er af gerðinni Douglas R4D-S, sem er mjög sambærileg Douglas DC-3. Hún var áður nýtt sem skýli fyrir búfénað við Sauðanes á Langanesi eftir að hafa hlekkst á í lendingu þar árið 1969. Tómas segir vin hans hafa vitað af því að þetta flugvélaflak væri falt og hugmyndin að því að flytja það í Eyvindarholt hafi vaknað yfir kaffibolla. „Í einhverju stundarbrjálæði datt mér í hug að hringja í fyrrverandi eiganda og kanna hvernig væri hægt að eignast þetta.“

Tómas Birgir Magnússon ásamt Russ Sims, syni Russel W. Sims, sem var flugmaður vélarinnar þegar henni hlekktist á í lendingu á Langanesi. Mynd / Aðsend

Vegna mikils ágangs ferðafólks auglýsti Ágúst Marinó Ágústsson, bóndi á Sauðanesi, flugvélina til sölu á Facebook og vakti það nokkra athygli í fjölmiðlum. „Ég held að Ágúst hafi verið búinn að reyna að selja vélina á annað ár. Einhverjir voru áhugasamir, en enginn eins klikkaður og ég að kýla á þetta,“ segir Tómas.

Tómas hafði fyrst samband við Ágúst á Sauðanesi fyrir rétt um ári síðan og var flugvélinni komið fyrir á núverandi stað 17. júní síðasta sumar. Staðurinn sem flugvélinni var valinn sé skemmtilegur útsýnisstaður þar sem sjáist í Stóra-Dímon. Tómas hafði lengi viljað byggja þar upp eitthvert aðdráttarafl fyrir ferðamenn, en það hafi ekki endilega verið ætlunin að fá sér flugvél.

Nokkurt fyrirtæki var að flytja flugvélina frá Sauðanesi. Tómas eyddi heilli helgi síðasta vor, ásamt þremur félögum, í að losa vængstykkið frá búknum, því annars hefði hún verið of breið fyrir flutning á þjóðvegum. Hún var sett á tvo flutningsvagna og vængstykkið upp á rönd. Síðarnefndi farmurinn hafi verið svo hár að flutningsaðilar þurftu að fara fyrir fram ákveðna leið til að forðast lágar raflínur og keyra yfir Almannaskarð við Hornafjörð, þar sem göngin voru of lág.

Þegar flakið var komið á áfangastað hafi verið auðvelt að koma því fyrir, en Tómas festi vængstykkið aftur við búkinn og kom fyrir jarðvegsankerum, þar sem vindasamt er á þessum slóðum. Aðspurður um sjálfa vængina segir Tómas þá hafa verið flutta í Fljótshlíðina upp úr 1990 og hafa eigendur þeirra sett sig í samband við hann. Tómas veit hins vegar ekki hver afdrif stélsins urðu, en myndi gjarnan vilja fá upplýsingar um það.

Ferðamenn séu farnir að gera sér leið að flugvélinni, en Tómas merkti hana inn á Google-Maps í lok sumars. Síðan sé búinn að vera stöðugur straumur sem sé alltaf að aukast. Hann er búinn að gera bílastæði með gjaldskyldu, upplýsingaskilti og göngustíg að flakinu. Markmiðið sé að byggja þetta upp sem fyrirmyndarferðamannastað og standi fyrst um sinn til að leggja vatn og rafmagn og setja upp salernisaðstöðu.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem Tómas hefur var flugvélin fyrst tekin í notkun árið 1944. Hún var svo tekin í þjónustu varnarliðsins á sjötta áratugnum, en það voru fjórar Douglas-flugvélar af þessari gerð á sínum tíma í Keflavík. Eins og áður segir hlekktist henni á í lendingu í lok sjöunda áratugarins og þótti ekki svara kostnaði að sækja hana í Sauðanes og gera við hana. Tómas segir sögu vélarinnar merkilega og að fyrri eigandi hafi komist svo að orði að saga hennar héldi áfram þó hún sé komin í allt annan landshluta.

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?
Líf og starf 6. desember 2024

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Á döfinni í desember
Líf og starf 5. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...

Baldur Högni
Líf og starf 4. desember 2024

Baldur Högni

Nafn: Baldur Högni Benediktsson.

Tildra
Líf og starf 4. desember 2024

Tildra

Tildra er lítill vaðfugl eða fjörufugl sem stoppar hér á Íslandi á ferð sinni mi...

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur ...

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.