Tilþrif á Landsmóti

Þeir höfðu ástæðu til að fagna, feðgarnir Matthías Sigurðsson og Sigurður Matthíasson, enda fóru þeir báðir heim með bikara. Mynd / ghp
Átta stúlkur tóku þátt í úrslitum unglingaflokks. Ída Mekkín Hlynsdóttir og Marín frá Lækjarbrekku stóðu uppi sem sigurvegarar. Mynd / ghp
Föngulegur hópur peysufataklæddra kvenna úr hestamannafélaginu Fáki sáu um að veita keppendum verðlaunagripi. Mynd / ghp
Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti toppuðu á réttum tíma í tölti með einkunnina 9,39. Mynd / rrl
Ásmundur Ernir Snorrason hlaut reiðmennskuverðlaun FT. Hjá honum stendur Sylvía Sigurbjörnsdóttir, formaður Félags tamningamanna. Mynd / rrl
Dómarar mótsins þurftu örugglega sinn skerf af kaffi. Mynd / rrl
Viktoría Huld Hannesdóttir og Þinur frá Enni eiga einstakt samband. Þau sigruðu í barnaflokki. Mynd / ghp