Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Bjarki Fannar Karlsson og Eyrún Ösp Skúladóttir í Hafrafellstungu.
Bjarki Fannar Karlsson og Eyrún Ösp Skúladóttir í Hafrafellstungu.
Mynd / Berglin Ýr Ingvarsdóttir
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í Norður- Þingeyjarsýslu. Upphefðin var veitt af búnaðarsambandi sýslunnar.

Frá þessu er greint á vef Loftslagsvæns landbúnaðar, en Eyrún Ösp Skúladóttir og Bjarki Fannar Karlsson í Hafrafellstungu hafa verið þátttakendur í verkefninu síðan 2021. Þau reka sex hundruð og fimmtíu kinda sauðfjárbú og hafa unnið að því að auka afurðir samhliða því að bæta nýtingu tilbúins og lífræns áburðar og minnka olíunotkun.

Í umsögn Einars Ófeigs Björnssonar, formanns búnaðarsambandsins, segir að Hafrafellstunga sé fyrirmyndarbú.

Meðalþyngd sláturlamba hafi verið góð, með mikil kjötgæði og hæfilega fitu ásamt því sem þau hafi selt talsvert af líflömbum. Einar bendir einnig á að Eyrún Ösp og Bjarki Fannar hafi lagt mikinn metnað í innleiðingu arfgerða sem veiti vernd gegn riðu í sauðfé ásamt því að standa fyrir sýnatöku á arfgerðum í eigin hjörð.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...