Bjarki Fannar Karlsson og Eyrún Ösp Skúladóttir í Hafrafellstungu.
Bjarki Fannar Karlsson og Eyrún Ösp Skúladóttir í Hafrafellstungu.
Mynd / Berglin Ýr Ingvarsdóttir
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í Norður- Þingeyjarsýslu. Upphefðin var veitt af búnaðarsambandi sýslunnar.

Frá þessu er greint á vef Loftslagsvæns landbúnaðar, en Eyrún Ösp Skúladóttir og Bjarki Fannar Karlsson í Hafrafellstungu hafa verið þátttakendur í verkefninu síðan 2021. Þau reka sex hundruð og fimmtíu kinda sauðfjárbú og hafa unnið að því að auka afurðir samhliða því að bæta nýtingu tilbúins og lífræns áburðar og minnka olíunotkun.

Í umsögn Einars Ófeigs Björnssonar, formanns búnaðarsambandsins, segir að Hafrafellstunga sé fyrirmyndarbú.

Meðalþyngd sláturlamba hafi verið góð, með mikil kjötgæði og hæfilega fitu ásamt því sem þau hafi selt talsvert af líflömbum. Einar bendir einnig á að Eyrún Ösp og Bjarki Fannar hafi lagt mikinn metnað í innleiðingu arfgerða sem veiti vernd gegn riðu í sauðfé ásamt því að standa fyrir sýnatöku á arfgerðum í eigin hjörð.

Nokkrir bændur meðal styrkhafa
Fréttir 14. júní 2024

Nokkrir bændur meðal styrkhafa

Matvælaráðherra úthlutaði tæpum 500 milljónum króna úr Matvælasjóði þann 5. júní...

Ekkert hægt að gera
Fréttir 14. júní 2024

Ekkert hægt að gera

Æðarbændur fóru ekki varhluta af kulda og úrkomu á Norður- og Austurlandi í byrj...

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...