Jörðin Lynghóll er í efri hluta Skriðdals á Fljótsdalshéraði, um 24 km frá Egilsstöðum. Nýbýli var stofnað þar árið 1958 úr landi Geirólfsstaða.
Bændurnir á Lynghóli, Þorbjörg og Guðni, kynntust í búfræðinámi. Þau hafa síðan tekið að sér 56 börn og ungmenni í fóstur, um lengri eða skemmri tíma, og komið til manns.
Þorbjörg verkar gjarnan geitaskinn enda eru þau mörg falleg og til margra hluta nytsamleg.
Á Lynghóli hafa verið gerðar tilraunir með að frysta geitarmjólkurskyr og hefur það gefið góða raun. Það gjörbreytir aðgengi kaupenda að vörunni.
Þorbjörg segist mega framleiða úr 300 lítrum geitamjólkur á viku en hún ætli sér ekki að framleiða meira en hún sjálf ráði við að gera og vera þannig trygg handverkinu.
Mest af geitaafurðunum er selt á Austurlandi. „Gaman er að tilheyra svæði sem sýnir framleiðslu okkar svo mikinn áhuga. Það búa ekki allir við slíkt,“ segir Þorbjörg.
Undir merkinu Geitagott framleiða Lynghólsbændur m.a. geitarosta, geitarskyr, geitarjógúrt og mysusíróp. Vörunum hefur verið afar vel tekið, ekki síst á Austurlandi.
Þorbjörg er, auk þess að vera bóndi, þroskaþjálfi, NPL-markþjálfi og dáleiðari. Hún hefur t.d. lengi unnið innan félagsþjónustu með einhverfum mæðrum.
Geitféð er elskt að mannfólkinu. Lynghóll hefur alltaf verið opið býli fyrir áhugasama og eftir að geiturnar komu fjölgaði forvitnum gestum mjög. M.a. er gott samstarf við skóla, t.d. Náttúruskólann.