Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á kúabúinu í Reykjahlíð fer fram mjólkurframleiðsla, uppeldi og kjötframleiðsla nautgripa
Á kúabúinu í Reykjahlíð fer fram mjólkurframleiðsla, uppeldi og kjötframleiðsla nautgripa
Mynd / Aðsendar
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við gefum Melissu Line orðið. Geta lesendur einnig fylgst með fjölskyldunni á instagram-reikningi Bændablaðsins á næstu dögum.

Ingvar, Melissa og Iðunn á góðri stund.

„Ingvar Hersir er fæddur og uppalinn hér í Reykjahlíð á Skeiðum og er hann þriðji ættliðurinn sem tekur við búskap. Ábúðarsaga fjölskyldunnar er samt miklu lengri þar sem Reykjahlíð varð ekki til fyrr en sirka 1950 þegar upphaflegu jörðinni, Reykjum, var skipt niður í þrjár jarðir, Reyki, Reykhól og Reykjahlíð. Á Reykjum hóf ætt Ingvars búskap sirka 1720 og skemmtilegt að segja frá því að allar þrjár jarðirnar eru enn í eigu sömu ættarinnar og á öllum er starfandi kúabú í dag.

Ingvar Hersir hefur alla tíð unnið á búinu en kemur svo formlega inn í reksturinn 2018 eftir að hann útskrifaðist frá Hvanneyri. Sjálf flyt ég svo 2019 þegar ég útskrifaðist úr búfræði og sama ár keypti hann 50% í búinu á móti foreldrum sínum. Síðan þá höfum við bæði verið í fullu starfi við búið. Staðan er óbreytt í dag, enda ættliðaskipti ekki auðveld nú til dags, en við höfum tekið við rekstri smám saman síðastliðin fimm ár og sjáum við um reksturinn í heild sinni í dag.“

Býli, staðsetning og stærð jarðar? Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, 270 hektarar, þar af 135 ræktaðir.

Ábúendur, fjölskyldustærð (og gæludýr)? Við erum Ingvar Hersir Sveinsson, Melissa Line og Iðunn Saga og búum hér í „gamla húsinu“ svokallaða með inniköttunum þeim Gullu og Patty. Í næsta húsi búa foreldrar hans Ingvars, þau Katrín Helga Andrésdóttir og Sveinn Ingvarsson.

Gerð bús og fjöldi búfjár? Við erum aðallega í mjólkurframleiðslu með sirka 75 árskýr auk uppeldis og kjötframleiðslu þar sem við ölum sirka 20 naut á ári.

Síðan eigum við 13 kindur, 3 hesta og fjósakisurnar Dellu og Stellu. Við stundum líka smá kornrækt og ræktum rúmlega 30 hektara af byggi á hverju ári sem við notum í heilfóðurblöndu.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Vinnudagarnir eru mjög mismunandi en við byrjum alla daga á morgunfjósi. Allt annað og sérstaklega lengd vinnudags er mjög breytilegt eftir árstímum.

Dekurdýrið Prinsessa gerir alla daga skemmtilegri.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?

Melissa: Klárlega skemmtilegust er vinnan í kringum
dýrin og að enginn dagur er eins.

Mér finnst ekkert beint leiðinlegt þó að ég haldi að flestum finnist leiðinlegt að kveðja uppáhaldsgripi, hvort sem það er vegna veikinda eða í sláturhús. Mest krefjandi hins vegar finnst mér allt sem tengist kornræktinni. Það er alltaf kapphlaup að koma korninu niður á réttum tíma og svo þegar maður er loksins farinn að anda eftir sumarið koma haustlægðirnar skemmtilegu sem láta mann stressast aftur upp að missa uppskeruna af korninu.

Ingvar: Skemmtilegustu verkin eru öll sem tengjast kúnum og kornrækt. (Jákvæður maður sem finnst ekkert leiðinlegt við búskap.)

Hverjar eru áskoranirnar? Fjármálin, þar sem áskoranirnar eru aðallega að gera búskap hagkvæmari, umhverfisvænni og samkeppnishæfari við innflutning. Þetta tengist í flestum tilfellum fjármögnun eins og byggingu/breytingu húsakosta og tækjakaupa.

Hvernig væri hægt að gera búskap ykkar hagkvæmari? Það er alltaf hægt að gera búskapinn hagkvæmari með því að nýta hliðarafurðir betur. Eins er alltaf hægt að gera betur í fóðuröflun með tilliti til betri yrkja í kornrækt og grænfóðri.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það sem stendur upp úr hjá mér er kannski ekki beint atvik heldur kýr, en það er hún Prinsessa mín. Ég hafði greinilega á tilfinningunni að hún yrði dekurdýr þegar ég nefndi hana sem kálf, hún er virkilega einstök og gerir alla daga aðeins skemmtilegri í fjósinu.

Bændurnir í Reykjahlíð taka yfir Instagram Bændablaðsins @baendabladid næstu daga en einnig er hægt að fylgjast með þeim @reykjahlid

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...

Verndum allan landbúnað
Bóndinn 21. febrúar 2025

Verndum allan landbúnað

Nú kynnast lesendur kúabúinu á Sólheimum í Hrunamannahreppi þar sem laxveiðar er...