Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neðan frá og upp.

DROPS Design: Mynstur vs-093

Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL)

Ummál: 76 (82) 94 (104) 122 (128) cm Málin á teikningu sýna flíkina full strekt, toppurinn verður minni vegna stroffprjóns. Toppurinn kemur til með að vera teygjanlegur, þannig að prjónaðu þá stærð sem þú gerir vanalega.

Garn: DROPS BELLE (fæst í Handverkskúnst)
250 (250) 300 (300) 350 (350) g litur á mynd nr 15, gallabuxnablár

Prjónar: Hringprjónn 60 cm, nr 4 eða sú stærð sem gerir 21 lykkjux 28 umferðir = 10x10 c m

Garðaprjón (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

TOPPUR – stutt útskrýring á stykki: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna neðan frá og upp.

FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 144 (156) 180 (204) 240 (252) lykkjur á hringprjón nr 4 með DROPS Belle. Prjónið stroffprjón hringinn (2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið). Setjið 1 prjónamerki á milli 2 lykkja slétt í hvora hlið og látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu = 72 (78) 90 (102) 120 (126) lykkjur á milli prjónamerkja. Þegar stykkið mælist 6 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur slétt (með prjónamerki) – útauknar lykkjur eru prjónaðar brugðið. Aukið svona út hvoru megin við 2 lykkjur slétt með 5 (5) 6 (6) 7 (7) cm millibili alls 4 sinnum = 160 (172) 196 (220) 256 (268) lykkjur. Þegar stykkið mælist 26 (27) 28 (29) 30 (31) cm, fellið af 6 (6) 6 (10) 10 (10) lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg (= 2-2-2-4-4-4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt (= prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja) og 2-2-2- 4-4-4 lykkjur brugðið). Setjið síðustu 74 (80) 92 (100) 118 (124) lykkjur á þráð fyrir bakstykki.

FRAMSTYKKI: = 74 (80) 92 (100) 118 (124) lykkjur. Prjónið 2 (2) 2 (4) 4 (4) umferð fram og til baka yfir þessar lykkjur í stroffprjóni eins og áður, en 2 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Setjið síðan lykkjur á þráð.

BAKSTYKKI: Setjið til baka 74-80- 92-100-118-124 lykkjur af þræði frá bakstykki á hringprjón 4 og prjónið alveg eins og á framstykki. Nú eru stykkin sett saman við berustykki eins og útskýrt er að neðan.

BERUSTYKKI: Prjónið stroffprjón yfir lykkjur á bakstykki, fitjið laust upp 44 (44) 50 (50) 56 (56) nýjar lykkjur fyrir fyrri ermi, setjið til baka lykkjur af þræði (= framstykki) á prjóninn og prjónið stroffprjón yfir þessar lykkjur, fitjið laust upp 44 (44) 50 (50) 56 (56) nýjar lykkjur fyrir hina ermina = 236 (248) 284 (300) 348 (360) lykkjur. Héðan er nú stykkið mælt.

LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN ÞÚ PRJÓNAR ÁFRAM. Haldið áfram í stroffprjóni (2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið) – passið uppá að lykkjurnar passi yfir framstykki og bakstykki.

STÆRÐ S (M) L: JAFNFRAMT í 1. umferð er fækkað um 2 lykkjur jafnt yfir 6 lykkjur í byrjun / lok bæði á framstykki og bakstykki (alls 8 lykkjur færri) = 228 (240) 276 (300) 348 (360) lykkjur.

ALLAR STÆRÐIR: Nú er prjónað áfram stroffprjón (2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið). Þegar stykkið mælist 4 cm er önnur hver eining með 4 lykkjur brugðið fækkað til 3 lykkjur brugðið, haldið áfram í stroffprjóni. Þegar stykkið mælist 6 (6) 6 (7) 7 (7) cm, fækkið þeim brugðnu einingum sem eftir eru frá 4 lykkjur brugðið til 3 lykkjur brugðið = 190 (200) 230 (250) 290 (300) lykkjur. Haldið áfram í stroffprjóni (2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið). Þegar berustykkið mælist 8 (9) 9 (9) 10 (10) cm, fækkið öllum brugðnu einingum frá 3 lykkjur brugðið til 2 lykkjur brugðið. Haldið áfram í stroffprjóni (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til berustykkið mælist ca 10 (11) 10 (11) 12 (13) cm. Stærð S og M er nú lokið, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

STÆRÐ L (XL) XXL (XXXL): Þegar stykkið mælist 10 (11) 12 (13) cm, fækkið annarri hverri einingu brugðið frá 2 lykkjur brugðið til 1 lykkja brugðið. Haldið áfram í stroffprjóni. Þegar stykkið mælist 12 (13) 14 (15) cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið þráðinn og festið.

Prjónakveðja, Stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...