Austfirskri framleiðslu hampað
Þann 15. nóvember næstkomandi verður Matarmót Austurlands haldið í Sláturhúsinu, menningarmiðstöð á Egilsstöðum. Á málþingi munu nokkrir aðilar kynna sína starfsemi, en eftir hádegi munu um 30 austfirskir framleiðendur kynna gestum sínar vörur.
