Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Röng orð, rangt samhengi
Lesendarýni 6. maí 2025

Röng orð, rangt samhengi

Höfundur: Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður MS og kúabóndi.

Í viðtali í síðasta tölublaði Bændablaðsins lýsir nýr formaður Félags atvinnurekenda, Friðrik Ingi Friðriksson, gagnrýni á landbúnaðarkerfið og tiltekur þar sérstaklega Mjólkursamsöluna (MS).

Þar eru settar fram fullyrðingar um „einokunaraðferðir“ og „pitsuostamál“ sem þarfnast leiðréttingar – til að koma í veg fyrir upplýsingaóreiðu og tryggja að umræðan fari fram á málefnalegum grunni.

MS starfar eftir gagnsæju og lögbundnu regluverki.

Starfsemi Mjólkursamsölunnar byggir á skýrum lögum, opinberu eftirliti og samfélagslegu hlutverki. Í stað þess að hafa frjálsar hendur á markaði starfar fyrirtækið í umhverfi þar sem mikilvæg atriði eins og verð, hráefnisöflun og dreifing eru háð reglum og ákvörðunum aðila sem starfa á grundvelli löggjafar:

  • Verðlagning til bænda er lögbundin.
    Samkvæmt 8. gr. búvörulaga ákveður verðlagsnefnd lágmarksverð sem MS verður að greiða bændum fyrir 1. flokks mjólk. Þetta verð byggir á greiningu á framleiðslukostnaði, eðlilegu endurgjaldi fyrir vinnu og opinberum aðbúnaðar- og heilbrigðiskröfum. Einstakar afurðastöðvar, þar á meðal MS, mega greiða hærra verð, en ekki lægra.

  • Skylda til að kaupa alla mjólk.
    Auðhumla, samvinnufélag kúabænda og eigandi MS, hefur skyldu samkvæmt lögum til að taka við öllu magni mjólkur sem framleitt er innan greiðslumarks og bændur óska eftir að selja. Þetta tryggir afkomu bænda en útilokar að fyrirtækið geti valið sér viðskiptaaðila eða stýrt framboði.

  • Aðgangur annarra aðila að hráefni er tryggður með söluskyldu.
    Skv. 13. gr. laga nr. 99/1993 ber afurðastöðvum skylda til að selja öðrum aðilum mjólk og mjólkurafurðir á verði sem er í samræmi við ákvörðun verðlagsnefndar, allt að 20% af innteknu mjólkurmagni. Þetta tryggir aðgang nýrra aðila að hráefni og kemur í veg fyrir útilokun frá markaði.

  • Verð til neytenda mótast af opinberu mati á framleiðslukostnaði.
    Heildsöluverð á stórum hluta af mjólkurvörum er einnig ákveðið af verðlagsnefnd og byggir á rökstuddum gögnum um kostnað við vinnslu og dreifingu.

    Fyrirtækið gegnir þannig samfélagslegu hlutverki, ábyrgt gagnvart bændum, neytendum og regluverki, með minni sveigjanleika en gengur og gerist í frjálsri samkeppni. Það er sterk staða – en fjarri því sem hægt er að kalla markaðsyfirráð.
Tollflokkun og pitsuosturinn

Formaðurinn nefnir sérstaklega ostablöndu með pálmaolíu og telur hana ranglega flokkaða, auk þess sem hann sakar MS um að tefja þróun á sambærilegri vöru.

Hér er mikilvægt að halda sig fast við staðreyndir. Engin breyting var gerð á tollflokkun árið 2020.

Fyrsta bindandi ákvörðun um flokkun vörunnar kom þá, sem staðfesti rétta flokkun og að varan hefði verið rangt flokkuð fram að því. Dómar héraðsdóms og úrskurðir yfirskattanefndar staðfesta þetta.

Tollflokkun er ekki huglæg ákvörðun byggð á skoðunum eða markaðsvilja – hún byggist á efnagreiningu og alþjóðlegum tollskrám sem íslensk stjórnvöld vinna eftir. Þær ákvarðanir eru síðar reifaðar í dómskerfinu og hafa staðist það mat.

Hvað með pálmaolíuna?

Það sem gleymist í þessari umræðu um tollflokkun og verð „pitsuosts“ er sú staðreynd að varan inniheldur pálmaolíu – efni sem er alræmt fyrir neikvæð áhrif á loftslag, náttúru og mannréttindi. Pálmaolía hefur verið tengd við:

  • Eyðingu regnskóga og minni líffræðilegan fjölbreytileika – sérstaklega í Suðaustur-Asíu.
  • Losun gróðurhúsalofttegunda – sem getur verið meiri en frá jarðefnaeldsneyti.
  • Mannréttindabrot – m.a. barnavinnu og misnotkun vinnuafls.

Íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt þessi vandamál. Árið 2020 var lögð fram þingsályktunartillaga um að draga úr notkun pálmaolíu í allri framleiðslu og banna notkun hennar í lífdísil. Meðflutningsmenn voru víðs vegar af þingi – þar á meðal Hanna Katrín Friðriksson, núverandi matvælaráðherra.

Greinargerð með tillögunni greinir ítarlega frá áhrifum pálmaolíuframleiðslu á skógareyðingu, loftslag og réttindi fólks. Þar kemur fram að æskilegt væri að hætta notkun pálmaolíu í matvælaframleiðslu alfarið – ekki aðeins í eldsneyti – þar sem hún er bæði vistfræðilega skaðleg og heilsuspillandi sem mettuð fita.

Að sama skapi hafa fjölmiðlar og neytendur hér á landi sýnt vaxandi áhuga á því hvort íslenskar vörur innihaldi pálmaolíu – með gagnrýnum undirtón.

Þegar rætt er um hvort ostur sé of dýr með „réttri“ tollflokkun, er rétt að spyrja:

Á hvers kostnað er verið að lækka verðið? Er verið að bjóða ódýra vöru á kostnað regnskóga og mannréttinda?

MS hefur jafnvel fengið fyrirspurnir meðal annars frá fjölmiðlum um hvort fyrirtækið noti pálmaolíu í vörum sínum. Þær fyrirspurnir eru jafnan með gagnrýnum undirtón.

Þarf umræða ekki að snúast um ábyrgð?

Það er fagnaðarefni ef Félag atvinnurekenda vill ræða umbætur og opna samtal. En það samtal verður að byggja á staðreyndum. MS stendur undir þeirri ábyrgð sem fylgir því að starfa innan opinbers regluverks og með samfélagsleg markmið – með aðgát í efnisvali, gagnsæi í verðmyndun og virðingu fyrir neytendum og náttúru.

Slík nálgun er ekki einokun – hún er samfélagsábyrgð í verki.

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...