Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ferðamannapúls Gallup 2021, hlutfall svarenda sem borðuðu þessar íslensku matvörur í heimsókn sinni til Íslands. 2.658 svör með 97% svarhlutfall.
Ferðamannapúls Gallup 2021, hlutfall svarenda sem borðuðu þessar íslensku matvörur í heimsókn sinni til Íslands. 2.658 svör með 97% svarhlutfall.
Lesendarýni 16. febrúar 2022

Markaðsstofan Icelandic Lamb 5 ára

Höfundur: Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Icelandic Lamb & verkefnastjóri hjá BÍ

Um sl. áramót fagnaði markaðs­stofan Íslenskt lambakjöt (e. Icelandic Lamb) fimm ára starfs­afmæli. Starfinu er ætlað að stuðla að auknu virði afurða sauðfjárræktarinnar. Megnið af starfi fyrstu fimm áranna hefur snúist um ferðamannamarkað.

Starfsemin hefur gagnast veitingageiranum og ferða­þjónustu og aukið sýnileika lambakjöts verulega. Lamb er uppáhalds íslenska afurðin á diskum ferðamanna, í áherslum markaðsstofunnar er sagan sögð og hágæða hráefnið kynnt sem sjálfsagður partur af íslenskri matarupplifun. Samstarf við veitingamenn og valdar sérverslanir er lykilatriði í því að upplýsa kröfuharða neytendur um íslenskt lambakjöt þar sem merki og markaðsefni í enskri og einnig íslenskri útgáfu er í forgrunni.

Gallup hefur sl. fimm ár mælt áhrif markaðsherferðarinnar og neyslu hópsins á íslensku kjöti, fiski og mjólkurvörum. Könnun í júlí sl. sýndi stökk í neyslu hópsins á flestum íslenskum háenda afurðum. Lambið trónar sem fyrr á toppnum með hæstu mælinguna frá upphafi, þorskur, skyr og lax fylgdu fast á eftir. Neysla ferðamanna hefur samkvæmt þessu aukist um 15% frá 2017. Fylgni í þekkingu á merki Icelandic Lamb við neyslu hópsins er skýr og er ljóst að markaðssetning og samstarfsverkefni markaðs­stofunnar hafa náð góðum árangri.

Lykiltölur:
67,5% svarenda borðuðu lambakjöt í heimsókninni.

76% svarenda sem þekktu Icelandic Lamb merkið borðuðu lambakjöt í heim­sókninni, en neysla hópsins sem EKKI þekktu merkið var 20% lægri. M.ö.o., 20% fleiri velja lamb þegar IL hefur náð til þeirra með blöndu af auglýsingabirtingum og samstarfi við veitingahús.

84% þeirra sem þekkja merkið sáu skjöld Icelandic Lamb á t.d. veitingahúsi.

Lengi vel hafði fjöldi veitingamanna töluverða minnimáttarkennd fyrir því sem að utan kom, sást yfir tækifærin sem blöstu við. Ekki misskilja mig, erlend áhrif eru líka jákvæð og af þeim má margt læra, t.d. virðingu framleiðenda og matvælavinnslu fyrir hráefnum og hefðum sem tilheyra stað og stund. En flestir skilja nú að erlendir gestir sækja í staðbundið hráefni og vilja heyra söguna að baki. Spænskir tómatar á Flúðum, hollenskur kálfur á Sauðárkróki og sænsk síld á Fáskrúðsfirði felur afar takmarkaða sögu í sér fyrir viðskiptavini. Virðið felst í að halda því sögu og menningu að gestum og magna upp jákvæða upplifun og virði þjónustunnar. Smæðina má líka nýta sem styrkleika. Nýtum meðbyr, leggjum af þá minnimáttarkennd sem enn finnst, og vinnum að því að auka virði okkar íslensku afurða, lambakjöts sem annarra, á öllum stigum keðjunnar.

Hafliði Halldórsson
framkvæmdastjóri Icelandic Lamb & verkefnastjóri hjá BÍ

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...