„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands og er „íslenskt lambakjöt“ þar með orðið verndað afurðaheiti í Bretlandi.
Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands og er „íslenskt lambakjöt“ þar með orðið verndað afurðaheiti í Bretlandi.
Í byrjun mánaðarins urðu mikil tímamót þegar Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins samþykkti að veita „íslensku lambakjöti“ upprunavottun ESB (en. Protected Designation of Origin - PDO) fyrst allra íslenskra lanbúnaðarvara. Við óskum Íslandi til hamingju með sína fyrstu upprunavottun.
Um árabil hefur staða greinarinnar verið bágborin og viðvörunarljósin blikkað vegna bágrar afkomu sauðfjárbænda.
Um sl. áramót fagnaði markaðsstofan Íslenskt lambakjöt (e. Icelandic Lamb) fimm ára starfsafmæli. Starfinu er ætlað að stuðla að auknu virði afurða sauðfjárræktarinnar. Megnið af starfi fyrstu fimm áranna hefur snúist um ferðamannamarkað.
Nýverið fór í loftið ný og endurbætt uppskrifta- og fræðslusíða um íslenskt lambakjöt. Vefsíðan, sem staðið hefur nær óbreytt frá aldamótum, hefur reynst afar mikilvæg í markaðssetningu á lambakjöti til íslenskra neytenda. Þar mátti finna fjölbreyttar uppskriftir af hefðbundnum íslenskum uppskriftum í bland við framandi rétti frá öllum heimshornum.
Markaðsstofan Íslenskt Lambakjöt heldur áfram að bjóða upp á beinar útsendingar, þar sem Snædís Jónsdóttir, landsliðskokkur og matreiðslumeistari, eldar lambakjöt með góðum gestum. Sent er beint út frá Facebook-síðu markaðsstofunnar í dag klukkan 15 og í verður marokkóskur lambapottréttur eldaður að þessu sinni, með tónlistar- og frjálsíþróttarmann...
Markaðsstofan Icelandic Lamb veitti í dag níu veitingastöðum viðurkenningu sína, Icelandic Lamb Award of Excellence, við hátíðlega athöfn í Vinnustofu Kjarvals í Austurstræti Reykjavíkur.
Íslenska lambakjötið var í aðalhlutverki í matreiðslukeppninni Kokkur ársins í Finnlandi sem haldin var í byrjun apríl. Lambalærið og hryggvöðvinn var aðalhráefnið í keppninni.
Sauðfjárbændur með lífræna vottun hafa lítið borið úr býtum á undanförnum árum umfram aðra sauðfjárbændur hvað afurðaverð snertir. Markaðssetning og sala á þessum afurðum hefur ekki gengið nægilega vel og nú er svo komið að ekki hefur verið talið þess virði að flokka þær sérstaklega frá öðrum og markaðssetja.
Í dag í Súlnasal Hótel Sögu veitti Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, 21 veitinga- og gististað viðurkenninguna „Icelandic Lamb Award of Excellence“.
Markaðsráð kindakjöts sótti um vernd fyrir afurðaheitið Íslenskt lambakjöt/Icelandic lamb í nóvember á síðast ári og hefur Matvælastofnun samþykkt slíka skráningu.
Markaðsráð kindakjöts hefur sótt um vernd fyrir afurðaheitið „Íslenskt lambakjöt“ (á ensku Icelandic Lamb).