Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ólafur Helgi Kristjánsson tók við viðurkenningunni fyrir Grillið. Með honum eru Oddný Steina, þá Dominique og Sigurlaug yst til hægri.
Ólafur Helgi Kristjánsson tók við viðurkenningunni fyrir Grillið. Með honum eru Oddný Steina, þá Dominique og Sigurlaug yst til hægri.
Mynd / smh
Fréttir 6. apríl 2018

Icelandic lamb veitti 21 veitingastað viðurkenningar

Höfundur: smh

Í dag í Súlnasal Hótel Sögu veitti Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, 21 veitinga- og gististað viðurkenninguna „Icelandic Lamb Award of Excellence“. Það er markaðsstofan Icelandic lamb sem stendur að viðurkenningunum og eru þær veittar fyrir framúrskarandi matreiðslu á íslensku lambakjöti og eftirtektarverð störf við kynningu á íslensku lambakjöti til ferðamanna.

Í tilkynningu frá Icelandic lamb kemur fram að þetta sé í annað sinn sem viðurkenningar eru veittar samstarfaðilum Icelandic Lamb á sviði veitinga- og gististaða. Dómnefnd skipuð þeim Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur útvarpskonu hjá RÚV, Dominique Plédel Jónsson hjá Slow Food Reykjavík og Hafliða Halldórssyni verkefnastjóra hjá Icelandic Lamb valdi staðina sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni.

Veitingamennirnir samankomnir í Súlnasal Hótel Sögu í dag.

„Yfir 90 íslenskir veitingastaðir eru samstarfsaðilar sauðfjárbænda í gegnum verkefnið Icelandic Lamb sem ætlað er að undirstrika sérstöðu íslenskra sauðfjárafurða með tilvísun til uppruna, hreinleika og gæða. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vönum og sala á lambakjöti aukist verulega hjá veitinga- og gististöðum sem taka þátt í verkefninu,“ segir í tilkynningunni.

Staðirnir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni eru:

  • Bjarteyjarsandur Hvalfirði
  • Eldhúsið Restaurant-Gistihúsið Egilsstöðum
  • Fiskfélagið
  • Fiskmarkaðurinn
  • Fosshótel Jökulsárlón Restaurant
  • Grillið- Hótel Sögu
  • Haust Restaurant - Fosshótel Reykjavík
  • Hótel Anna
  • Hótel Smyrlabjörg
  • Íslenski Barinn
  • Kopar
  • Lamb Inn Eyjafjarðarsveit
  • Matarkjallarinn
  • Múlaberg Bistro
  • Narfeyrarstofa
  • Rústík
  • Salka Húsavík
  • Slippurinn Vestmannaeyjum
  • Sushi Social
  • Von Mathús Hafnarfirði
  • VOX
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...