Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ólafur Helgi Kristjánsson tók við viðurkenningunni fyrir Grillið. Með honum eru Oddný Steina, þá Dominique og Sigurlaug yst til hægri.
Ólafur Helgi Kristjánsson tók við viðurkenningunni fyrir Grillið. Með honum eru Oddný Steina, þá Dominique og Sigurlaug yst til hægri.
Mynd / smh
Fréttir 6. apríl 2018

Icelandic lamb veitti 21 veitingastað viðurkenningar

Höfundur: smh

Í dag í Súlnasal Hótel Sögu veitti Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, 21 veitinga- og gististað viðurkenninguna „Icelandic Lamb Award of Excellence“. Það er markaðsstofan Icelandic lamb sem stendur að viðurkenningunum og eru þær veittar fyrir framúrskarandi matreiðslu á íslensku lambakjöti og eftirtektarverð störf við kynningu á íslensku lambakjöti til ferðamanna.

Í tilkynningu frá Icelandic lamb kemur fram að þetta sé í annað sinn sem viðurkenningar eru veittar samstarfaðilum Icelandic Lamb á sviði veitinga- og gististaða. Dómnefnd skipuð þeim Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur útvarpskonu hjá RÚV, Dominique Plédel Jónsson hjá Slow Food Reykjavík og Hafliða Halldórssyni verkefnastjóra hjá Icelandic Lamb valdi staðina sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni.

Veitingamennirnir samankomnir í Súlnasal Hótel Sögu í dag.

„Yfir 90 íslenskir veitingastaðir eru samstarfsaðilar sauðfjárbænda í gegnum verkefnið Icelandic Lamb sem ætlað er að undirstrika sérstöðu íslenskra sauðfjárafurða með tilvísun til uppruna, hreinleika og gæða. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vönum og sala á lambakjöti aukist verulega hjá veitinga- og gististöðum sem taka þátt í verkefninu,“ segir í tilkynningunni.

Staðirnir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni eru:

  • Bjarteyjarsandur Hvalfirði
  • Eldhúsið Restaurant-Gistihúsið Egilsstöðum
  • Fiskfélagið
  • Fiskmarkaðurinn
  • Fosshótel Jökulsárlón Restaurant
  • Grillið- Hótel Sögu
  • Haust Restaurant - Fosshótel Reykjavík
  • Hótel Anna
  • Hótel Smyrlabjörg
  • Íslenski Barinn
  • Kopar
  • Lamb Inn Eyjafjarðarsveit
  • Matarkjallarinn
  • Múlaberg Bistro
  • Narfeyrarstofa
  • Rústík
  • Salka Húsavík
  • Slippurinn Vestmannaeyjum
  • Sushi Social
  • Von Mathús Hafnarfirði
  • VOX
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...