Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ólafur Helgi Kristjánsson tók við viðurkenningunni fyrir Grillið. Með honum eru Oddný Steina, þá Dominique og Sigurlaug yst til hægri.
Ólafur Helgi Kristjánsson tók við viðurkenningunni fyrir Grillið. Með honum eru Oddný Steina, þá Dominique og Sigurlaug yst til hægri.
Mynd / smh
Fréttir 6. apríl 2018

Icelandic lamb veitti 21 veitingastað viðurkenningar

Höfundur: smh

Í dag í Súlnasal Hótel Sögu veitti Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, 21 veitinga- og gististað viðurkenninguna „Icelandic Lamb Award of Excellence“. Það er markaðsstofan Icelandic lamb sem stendur að viðurkenningunum og eru þær veittar fyrir framúrskarandi matreiðslu á íslensku lambakjöti og eftirtektarverð störf við kynningu á íslensku lambakjöti til ferðamanna.

Í tilkynningu frá Icelandic lamb kemur fram að þetta sé í annað sinn sem viðurkenningar eru veittar samstarfaðilum Icelandic Lamb á sviði veitinga- og gististaða. Dómnefnd skipuð þeim Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur útvarpskonu hjá RÚV, Dominique Plédel Jónsson hjá Slow Food Reykjavík og Hafliða Halldórssyni verkefnastjóra hjá Icelandic Lamb valdi staðina sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni.

Veitingamennirnir samankomnir í Súlnasal Hótel Sögu í dag.

„Yfir 90 íslenskir veitingastaðir eru samstarfsaðilar sauðfjárbænda í gegnum verkefnið Icelandic Lamb sem ætlað er að undirstrika sérstöðu íslenskra sauðfjárafurða með tilvísun til uppruna, hreinleika og gæða. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vönum og sala á lambakjöti aukist verulega hjá veitinga- og gististöðum sem taka þátt í verkefninu,“ segir í tilkynningunni.

Staðirnir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni eru:

  • Bjarteyjarsandur Hvalfirði
  • Eldhúsið Restaurant-Gistihúsið Egilsstöðum
  • Fiskfélagið
  • Fiskmarkaðurinn
  • Fosshótel Jökulsárlón Restaurant
  • Grillið- Hótel Sögu
  • Haust Restaurant - Fosshótel Reykjavík
  • Hótel Anna
  • Hótel Smyrlabjörg
  • Íslenski Barinn
  • Kopar
  • Lamb Inn Eyjafjarðarsveit
  • Matarkjallarinn
  • Múlaberg Bistro
  • Narfeyrarstofa
  • Rústík
  • Salka Húsavík
  • Slippurinn Vestmannaeyjum
  • Sushi Social
  • Von Mathús Hafnarfirði
  • VOX
Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa
Fréttir 24. nóvember 2023

Rauðþörungar í fóðri gætu dregið mjög úr metanlosun nautgripa

Iðragerjun nautgripa er aðalástæðan fyrir illu orðspori nautgriparæktar í loftsl...

Verðmæti hrossakjöts
Fréttir 24. nóvember 2023

Verðmæti hrossakjöts

Útflutningsverðmæti hrossakjöts á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 eru orðin hærri...

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma
Fréttir 23. nóvember 2023

Of mikið framboð var af innlendu blómkáli yfir of stuttan tíma

Að undanförnu hafa heyrst raddir garðyrkjubænda sem ýmist ætla að hætta blómkáls...

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir
Fréttir 22. nóvember 2023

Heimilt að hlífa gripum með verndandi arfgerðir og mögulega verndandi arfgerðir

Í nýrri skýrslu sérfræðingahóps eru lagðar til útfærslur á aðgerðum gegn riðuvei...

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári
Fréttir 22. nóvember 2023

Verður í sögulegu hámarki á næsta ári

Heildargreiðslumark mjólkur verður í sögulegu hámarki á næsta ári samkvæmt nýleg...

Áskorun frá Skagfirðingum
Fréttir 22. nóvember 2023

Áskorun frá Skagfirðingum

Byggðarráð og Búnaðar­samband Skagfirðinga fagna nýskipuðum starfs­hópi um fjárh...

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð
Fréttir 21. nóvember 2023

Arfhreinn ARR-hrútur í fyrsta sinn á sæðingastöð

Hrútaskrá 2023-­2024 er komin út á stafrænu formi. Hún er aðgengileg á vef Ráðgj...