Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ólafur Helgi Kristjánsson tók við viðurkenningunni fyrir Grillið. Með honum eru Oddný Steina, þá Dominique og Sigurlaug yst til hægri.
Ólafur Helgi Kristjánsson tók við viðurkenningunni fyrir Grillið. Með honum eru Oddný Steina, þá Dominique og Sigurlaug yst til hægri.
Mynd / smh
Fréttir 6. apríl 2018

Icelandic lamb veitti 21 veitingastað viðurkenningar

Höfundur: smh

Í dag í Súlnasal Hótel Sögu veitti Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, 21 veitinga- og gististað viðurkenninguna „Icelandic Lamb Award of Excellence“. Það er markaðsstofan Icelandic lamb sem stendur að viðurkenningunum og eru þær veittar fyrir framúrskarandi matreiðslu á íslensku lambakjöti og eftirtektarverð störf við kynningu á íslensku lambakjöti til ferðamanna.

Í tilkynningu frá Icelandic lamb kemur fram að þetta sé í annað sinn sem viðurkenningar eru veittar samstarfaðilum Icelandic Lamb á sviði veitinga- og gististaða. Dómnefnd skipuð þeim Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur útvarpskonu hjá RÚV, Dominique Plédel Jónsson hjá Slow Food Reykjavík og Hafliða Halldórssyni verkefnastjóra hjá Icelandic Lamb valdi staðina sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni.

Veitingamennirnir samankomnir í Súlnasal Hótel Sögu í dag.

„Yfir 90 íslenskir veitingastaðir eru samstarfsaðilar sauðfjárbænda í gegnum verkefnið Icelandic Lamb sem ætlað er að undirstrika sérstöðu íslenskra sauðfjárafurða með tilvísun til uppruna, hreinleika og gæða. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vönum og sala á lambakjöti aukist verulega hjá veitinga- og gististöðum sem taka þátt í verkefninu,“ segir í tilkynningunni.

Staðirnir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni eru:

  • Bjarteyjarsandur Hvalfirði
  • Eldhúsið Restaurant-Gistihúsið Egilsstöðum
  • Fiskfélagið
  • Fiskmarkaðurinn
  • Fosshótel Jökulsárlón Restaurant
  • Grillið- Hótel Sögu
  • Haust Restaurant - Fosshótel Reykjavík
  • Hótel Anna
  • Hótel Smyrlabjörg
  • Íslenski Barinn
  • Kopar
  • Lamb Inn Eyjafjarðarsveit
  • Matarkjallarinn
  • Múlaberg Bistro
  • Narfeyrarstofa
  • Rústík
  • Salka Húsavík
  • Slippurinn Vestmannaeyjum
  • Sushi Social
  • Von Mathús Hafnarfirði
  • VOX
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...