Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Markaðsstaða íslensks lambakjöts
Lesendarýni 22. nóvember 2022

Markaðsstaða íslensks lambakjöts

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda og Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb.

Um árabil hefur staða greinarinnar verið bágborin og viðvörunar­ljósin blikkað vegna bágrar afkomu sauð­fjárbænda.

Staðan hefur að einhverju leyti batnað í ár með verðleið­réttingum til bænda, þó er ljóst að leiðrétting haustsins dugir naumlega til að takast á við aukinn kostnað bænda sem enn fer vaxandi. Sauðfjárframleiðslan dregst nú hratt saman, ef ekki á að verða hrun þarf að spyrna við fæti og velta við hverjum steini í því að bæta stöðu greinarinnar.

Markaðssetning til neytenda

Öllum sem stunda sölu á vöru og þjónustu til neytenda er ljóst mikilvægi þess að minna á sig og sínar vörur, halda á lofti gæðum og sérstöðu. Afurðastöðvar í kjöti sinna sumar ágætri almennri markaðssetningu, en betur má ef duga skal. Greinin á tækifæri til úrbóta með því að hlusta á kröfur nútímans og horfa til öflugra skilaboða til neytenda. Sinna fleiri staðsetningum á markaði en einungis þeirrar þar sem lægst verð fæst. Það eru tækifæri í lengri slátrunar­ og ferskvörutíma, og að miðla öllu því sem eykur virði vörunnar. Neytendur eru margir tilbúnir að greiða meira fyrir fullvissu um að óskum um upplýsingar sé mætt og vel sé valið.

Til að ná mannsæmandi kjörum fyrir sauðfjárbændur, sem er eina leiðin til að viðhalda vilja til framleiðslu, þarf að nýta alla aðgreinandi þætti greinarinnar. T.d. að íslenskt lambakjöt er eina íslenska matvaran með upprunavottun og sauðfjárrækt eina íslenska búgreinin sem hefur bannað notkun erfðabreytts fóðurs. Miðlun þessa skapar aukið virði hvers kyns afurða á öllum öðrum mörkuðum! Með notkun upprunamerkis íslensks lambakjöts og aðgreiningu með vísan í fullar upprunamerkingar er hægt að nýta tækifærin sem bjóðast. Tækifæri sem fljóta fram hjá verði verklagið áfram það sama og menn hafa vanist.

Tækifæri
  • Aukin upplýsingagjöf og neytendamarkaðssetning
  • Upprunamerkingar
  • Neytendur eru með bændum í liði
  • Íslenskt lambakjöt er hágæða afurð
  • Innanlandsmarkaður að mt. neyslu ferðamanna
  • Framleiðslujafnvægi er náð
  • Fæðuöryggi er á dagskrá
  • Meirihluti neytenda velur íslenskt
Ógnanir
  • Aðgreiningu vantar
  • Of lágt verð til bænda
  • Of lágt útsöluverð
  • Upprunamerkingar vantar
  • Of skammur ferskvörutími
  • Innflutningur
Raunvirði lambakjöts er hærra en við eigum að venjast

Þegar horft er til nágrannalandanna og verðmunar á milli kjöttegunda, er ljóst að raunvirði lambakjöts er mun hærra en íslenskir neytendur eiga að venjast, og þarf að hækka eigi greinin að geta þjónustað markaðinn. Það getur verið sársaukafullt fyrir neytendur að ganga í gegnum nauðsynlega breytingu því sjaldnast er fólk tilbúið að borga meira fyrir vöruna, nema breytingin sé vel rökstudd og miðlað af þeim sem bera ábyrgð á markaðssetningu og sölu. En það er einungis á Íslandi sem lambakjöt hefur keppt í verði við hvíta kjötið samkvæmt úreltri aðferðafræði. Sú verðsamkeppni getur ekki gagnast bændum í neinni kjötgreinanna, en himinn og haf er á milli framleiðni og framleiðsluhraða greinanna auk fjölmargra annarra aðgreinandi þátta.

Innflutningur á lambakjöti

Á innanlandsmarkaði er nú á ný boðið upp á innflutt lambakjöt og hafa fjögur fyrirtæki aflað sér tollkvóta upp á 345 tonn á árinu. Innflutningur er samkvæmt hagstofutölum fyrstu 9 mánuði ársins einungis 6,5 tonn, svo búast má við að innflutningur aukist fljótlega. Hverjir kaupa svo vöruna og selja neytendum? Hingað til a.m.k. ekki fyrirtæki sem auglýsa það að lambið sé innflutt og er rík ástæða til að benda neytendum á að spyrja ávallt um upprunann. Hvar sem varan er borin á borð, í verslun, á veitingahúsi eða í mötuneyti.

Eftirfarandi fyrirtæki hafa fjárfest í tollkvóta upp á 345 tonn árið 2022.

  • Stjörnugrís - 281 tonn
  • Ekran, heildverslun - 40 tonn
  • Innnes, heildverslun - 20 tonn
  • Samkaup - 4 tonn

Yfirgnæfandi meirihluti neytenda kýs íslenskar matvörur sé þess nokkur kostur og margir eru tilbúnir að greiða meira fyrir upprunamerktar íslenskar afurðir. Svörum kallinu!

Skylt efni: íslenskt lambakjöt

Kvikmyndin Konungur fjallanna
Lesendarýni 25. september 2023

Kvikmyndin Konungur fjallanna

Bíóhúsið á Selfossi var troðfullt af fólki sunnudagskvöldið 10. sept. sl. þar se...

Aukinn stuðningur til vínbænda innan ESB á árinu 2023
Lesendarýni 22. september 2023

Aukinn stuðningur til vínbænda innan ESB á árinu 2023

Í júní síðastliðnum samþykkti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sérstakar ráðst...

Landsbyggðin lifi
Lesendarýni 15. september 2023

Landsbyggðin lifi

Samtökin Landsbyggðin lifi voru stofnuð formlega árið 2001 sem íslenski armur sa...

Brókarvatn og borusveppir
Lesendarýni 14. september 2023

Brókarvatn og borusveppir

Eitthvað var það. Jafnvel eitthvað áhugavert. En um leið og ég settist niður til...

Skógrækt í viðkvæmri náttúru Íslands
Lesendarýni 13. september 2023

Skógrækt í viðkvæmri náttúru Íslands

Samtökin Landvernd og Vinir íslenskrar náttúru (natturuvinir.is) stóðu fyrir nok...

Til í samtalið við bændur
Lesendarýni 12. september 2023

Til í samtalið við bændur

Ég fór á fund Bændasamtakanna á Selfossi á dögunum. Þetta var lokafundur í funda...

Áhættumatið og fjárhagslegur ávinningur
Lesendarýni 11. september 2023

Áhættumatið og fjárhagslegur ávinningur

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og grein Ragnars Jóhannssonar, rannsók...

Landeigendum boðnir óhagstæðir vindorkusamningar
Lesendarýni 4. september 2023

Landeigendum boðnir óhagstæðir vindorkusamningar

Fyrr á þessu ári fékk ég að lesa yfir samning milli innlends félags og landeigan...