Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Matvælastofnun skráir Íslenskt lambakjöt sem verndað afurðarheiti
Mynd / BBL
Fréttir 23. janúar 2018

Matvælastofnun skráir Íslenskt lambakjöt sem verndað afurðarheiti

Höfundur: smh

Markaðsráð kindakjöts sótti um vernd fyrir afurðarheitið Íslenskt lambakjöt/Icelandic lamb í nóvember á síðast ári og hefur Matvælastofnun samþykkt slíka skráningu.

Sótt var um á grundvelli laga frá 2014 um vernd afurðaheita sem geta vísað til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu – og er í tilviki Markaðsráðs kindakjöts sótt um vernd sem vísar til uppruna afurðanna.  

Tilgangur laganna er að vernda afurðarheiti til að stuðla að neytendavernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti. Íslensku lögin taka mið af reglugerð Evrópusambandsins um gæðakerfi fyrir landbúnaðarafurðir og matvæli.

Sóst verður eftir sambærilegri vernd afurðaheitisins í Evrópusambandinu ásamt viðeigandi vottunarmerki.

Andmælum hafnað

Einar Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir að ein andmæli hafi borist vegna umsóknarinnar, frá Ferskum kjötvörum. Matvælastofnun hafnaði þeim andmælum en hægt er að kæra þá ákvörðun til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins þegar skráningin hefur verið auglýst í B-deild Stjórnartíðanda, sem að sögn Einars verður á allra næstu dögum.

Vernd afurðaheita með vísun til uppruna

Í fjórðu grein laga um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu kemur eftirfarandi fram um skilyrði verndar sem vísar til uppruna.

 „Heimilt er að veita afurðarheiti, sem vísar til uppruna, vernd á grundvelli skráningar samkvæmt lögum þessum ef öll eftirtalinna skilyrða eru uppfyllt:

 a. ef afurðin er upprunnin á tilteknu svæði, stað eða landi,

b. ef rekja má gæði eða eiginleika afurðar, verulega eða að öllu leyti, til staðhátta, að meðtöldum náttúrulegum og mannlegum þáttum, og

c. ef framleiðsla, vinnsla og tilreiðsla afurðar fer fram á hinu skilgreinda landsvæði.

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...