Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
„Íslenska lambakjötið“ í hæsta gæðaflokki
Lesendarýni 20. apríl 2023

„Íslenska lambakjötið“ í hæsta gæðaflokki

Höfundur: Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.

Í byrjun mánaðarins urðu mikil tímamót þegar Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins samþykkti að veita „íslensku lambakjöti“ upprunavottun ESB (en. Protected Designation of Origin - PDO) fyrst allra íslenskra lanbúnaðarvara. Við óskum Íslandi til hamingju með sína fyrstu upprunavottun.

Lucie Samcová-Hall Allen.

„Íslenskt lambakjöt“ er því orðið verndað afurðaheiti fyrir kjöt hreinræktaðra íslenskra lamba sem hafa verið fædd, alin og slátrað á Íslandi. Upprunamerki ESB eykur lagalega vernd bænda og framleiðenda, neytendavernd og tryggir vernd gegn ólöglegum viðskiptaháttum líkt og eftirlíkingum.

Þar að auki eykur upprunavottunin virði afurða, enda nýtur upprunamerkið mikillar virðingar sem gæðamerki um alla Evrópu. Aðrar gæðavörur sem eru verndaðar undir PDO upprunamerki ESB eru til dæmis Kampavín, Kalamata ólífur og Prosciutto parmaskinkur.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilgreindi í rökstuðningi sínum fyrir samþykktinni að „Sauðfjárrækt á sér langa og ríka menningarhefð á Íslandi og margir telja að án sauðfjár hefði Ísland verið óbyggilegt fyrir landnema fyrir mörgum öldum. Sauðfé hélt þjóðinni gangandi: kynslóðir Íslendinga hafa reitt sig á kjöt þess, og sauðskinnið og ullin verndaði þá fyrir kuldanum.“

Fram kemur að „íslenskt lambakjöt“ einkennist fyrst og fremst af mikilli mýkt og villibráðarbragði sem stafar af fjölbreyttri fæðu fjárins þegar það gengur frjálst og óhindrað um fjöll og dali. Þetta er líklega ekkert nýtt fyrir þér, kæri lesandi, en fyrir íbúum meginlands Evrópu er þetta einstakt og virðingarvert.

Hvernig getur upprunamerkið gagnast íslenskum landbúnaði?

Eins og með aðrar vottaðar gæðavörur getur þessi upprunamerking aukið verulega virði íslensks lambakjöts, varðveitt hefðbundna framleiðsluhætti, og aukið eftirspurn eftir lambakjöti.

Upprunamerkingin viðurkennir menningararfleið tiltekinna svæða, sérstöðu landbúnaðarvara þeirra og eykur samkeppnishæfni smábænda og framleiðenda á alþjóðlegum mörkuðum.

Við hjá Sendinefnd Evrópusambandsins erum stolt af því að „íslenskt lambakjöt“ hefur hlotið þá viðurkenningu sem það á sannarlega skilið og fylgjumst spennt með mögulegum nýjum umsóknum um upprunavottun ESB í framtíðinni.

En aftur, til hamingju, Íslendingar.

Skylt efni: íslenskt lambakjöt

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...