Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mikko Kaukosen er sigurvegarinn í Kokkur ársins í Finnlandi árið 2019.
Mikko Kaukosen er sigurvegarinn í Kokkur ársins í Finnlandi árið 2019.
Mynd / Santeri Stenvall – Elo-säätiö
Fréttir 9. maí 2019

Íslenska lambið í aðalhlutverki á Kokkur ársins í Finnlandi

Höfundur: smh

Íslenska lambakjötið var í aðalhlutverki í matreiðslukeppninni Kokkur ársins í Finnlandi sem haldin var í byrjun apríl. Lambalærið og hryggvöðvinn var aðalhráefnið í keppninni.

Andrés Vilhjálmsson.

Andrés Vilhjálmsson, útflutningsstjóri hjá markaðsstofunni Icelandic lamb, segir að sala á íslensku lambakjöti til Finnlands hafi staðið yfir síðan í ársbyrjun 2018 og hann hafi fylgt verkefninu eftir frá byrjun.  „Fyrst var það í starfi mínu hjá Kjarnafæði sem seljandi kjötsins en nú fyrir hönd Icelandic lamb og nýlega gerðum við leyfissamning við finnska heildsalann Wihuri Oy Aarnio Metro – sem er kaupandi kjötsins – um notkun á markaðsefni Icelandic lamb og við munum vinna þétt með honum í að markaðssetja íslenska lambakjötið enn frekar í Finnlandi. Þessi sala varð til þess að íslenska lambakjötið var notað í þessa keppni í ár, sem er frábær viðurkenning og gleðifréttir.

Ég tel Finnland vera spennandi markað fyrir íslenskt lambakjöt og getur vonandi orðið stöðugur markaður í framtíðinni. Tíminn verður að leiða það í ljós.

Fer á veitingastaði og í verslanir

Að sögn Andrésar dreifir Wihuri Oy Aarnio Metro kjötinu aðallega inn á veitingastaði en er einnig með það til sölu í sínum verslunum. „Það sem gerir þetta einnig að góðri sölu er að þarna er um að ræða flesta bita úr skrokknum; læri í heilu, heilir frampartar, hryggir, kótelettur, hryggvöðvar, „ribeye“, skankar og innralæri. 

 

Keppnin var tvískipt; annars vegar þrír mismunandi „street food“ réttir þar sem hráefnið var grænmeti, fiskur og skelfiskur og hins vegar réttur af „gamla skólanum“ þar sem aðalhráefnið var íslenskt lamb. Hér er sá síðarnefndi úr smiðju sigurvegarans Mikko Kaukosen. Mynd / Santeri Stenvall – Elo-säätiö

Skylt efni: íslenskt lambakjöt

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...