Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikko Kaukosen er sigurvegarinn í Kokkur ársins í Finnlandi árið 2019.
Mikko Kaukosen er sigurvegarinn í Kokkur ársins í Finnlandi árið 2019.
Mynd / Santeri Stenvall – Elo-säätiö
Fréttir 9. maí 2019

Íslenska lambið í aðalhlutverki á Kokkur ársins í Finnlandi

Höfundur: smh

Íslenska lambakjötið var í aðalhlutverki í matreiðslukeppninni Kokkur ársins í Finnlandi sem haldin var í byrjun apríl. Lambalærið og hryggvöðvinn var aðalhráefnið í keppninni.

Andrés Vilhjálmsson.

Andrés Vilhjálmsson, útflutningsstjóri hjá markaðsstofunni Icelandic lamb, segir að sala á íslensku lambakjöti til Finnlands hafi staðið yfir síðan í ársbyrjun 2018 og hann hafi fylgt verkefninu eftir frá byrjun.  „Fyrst var það í starfi mínu hjá Kjarnafæði sem seljandi kjötsins en nú fyrir hönd Icelandic lamb og nýlega gerðum við leyfissamning við finnska heildsalann Wihuri Oy Aarnio Metro – sem er kaupandi kjötsins – um notkun á markaðsefni Icelandic lamb og við munum vinna þétt með honum í að markaðssetja íslenska lambakjötið enn frekar í Finnlandi. Þessi sala varð til þess að íslenska lambakjötið var notað í þessa keppni í ár, sem er frábær viðurkenning og gleðifréttir.

Ég tel Finnland vera spennandi markað fyrir íslenskt lambakjöt og getur vonandi orðið stöðugur markaður í framtíðinni. Tíminn verður að leiða það í ljós.

Fer á veitingastaði og í verslanir

Að sögn Andrésar dreifir Wihuri Oy Aarnio Metro kjötinu aðallega inn á veitingastaði en er einnig með það til sölu í sínum verslunum. „Það sem gerir þetta einnig að góðri sölu er að þarna er um að ræða flesta bita úr skrokknum; læri í heilu, heilir frampartar, hryggir, kótelettur, hryggvöðvar, „ribeye“, skankar og innralæri. 

 

Keppnin var tvískipt; annars vegar þrír mismunandi „street food“ réttir þar sem hráefnið var grænmeti, fiskur og skelfiskur og hins vegar réttur af „gamla skólanum“ þar sem aðalhráefnið var íslenskt lamb. Hér er sá síðarnefndi úr smiðju sigurvegarans Mikko Kaukosen. Mynd / Santeri Stenvall – Elo-säätiö

Skylt efni: íslenskt lambakjöt

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...