Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á nýju aðalskipulagi Mýrdalshrepps fyrir árin 2012-2028 er sett inn ný veglína um láglendið í mið-Mýrdalnum ásamt jarðgöngum undir Reynisfjall.
Á nýju aðalskipulagi Mýrdalshrepps fyrir árin 2012-2028 er sett inn ný veglína um láglendið í mið-Mýrdalnum ásamt jarðgöngum undir Reynisfjall.
Lesendarýni 23. nóvember 2023

Jarðgöng undir Reynisfjall með aðliggjandi láglendisvegi

Höfundur: Þórir N. Kjartansson, Vík.

Árið 1984 voru Dyrhólahreppur og Hvammshreppur sameinaðir í einn hrepp, Mýrdalshrepp. Þessi sameining var algerlega að frumkvæði heimamanna, sem með því voru talsvert á undan sinni samtíð í þeim málum.

Þá strax höfðu stjórnvöld góð orð um það að farið yrði í vinnu við að kanna kosti þess að gera jarðgöng undir Reynisfjall til að greiða fyrir umferð í þessu nýstofnaða sveitarfélagi. Vegarkaflinn sem legðist af við þessa framkvæmd er þekktur fyrir erfið akstursskilyrði, slys og umferðaróhöpp. 

Nokkrum árum eftir sam­eininguna voru skólar sveitar­félagsins sameinaðir í einn skóla, Víkurskóla sem auðvitað hafði í för með sér keyrslu skólabarna úr sveitinni til Víkur í vetrarveðrum um þennan hættulega vegarkafla. Sem betur fer hefur það ekki orðið að slysi þó stundum hafi litlu munað og hafa þó ekki neinir viðvaningar verið við stýrið á þessum skólabílum, allt frá byrjun. Á seinni árum hefur umferðin aukist gífurlega með tilkomu erlendra ferðamanna en meðaltalsumferð á síðasta ári á umferðarteljaranum við norðurenda Reynisfjalls voru 2.400 bílar á dag en suma dagana sl. sumar fór sólarhringsumferðin þar yfir 5.000 bíla sem segir okkur, að umferðin á þjóðveginum í Víkurþorpi er þá varlega áætlað um 7.000 bílar með innanbæjarumferðinni. Með nýjum vegi færðist vegurinn hins vegar suður fyrir þorpið og þá myndi slysahætta þar minnka stórlega. Eftir aldamótin var svo farið að huga meira að þessu og var mjög áberandi að þeir listar sem þá buðu fram í sveitarstjórnarkosningum fengu aukið fylgi út á loforð um að vinna ötullega í að hrinda þessu í framkvæmd sem allra fyrst. Það ásamt fjölda undirskrifta frá íbúum sveitarfélagsins, þar sem skorað var á sveitarstjórn og þingmenn kjördæmisins að vinna ötullega að málinu, sýndi vel áhuga heimamanna á þessu, sem kæmi ekki bara Mýrdælingum til góða, heldur öllum sem um veginn fara.

Á nýju aðalskipulagi Mýrdalshrepps fyrir árin 2012­ 2028 er sett inn ný veglína um láglendið í mið­Mýrdalnum ásamt jarðgöngum undir Reynisfjall. Þetta skipulag er svo staðfest af Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, þann 19. mars 2013. Nokkru seinna eru Reynisfjallsgöng svo komin inn á jarðgangaáætlun og 2021 voru boraðar könnunarholur til að kanna jarðlög fjallsins, sem reyndust nokkuð misjöfn og gætu hleypt kostnaði eitthvað fram þó ekkert mæli á móti framkvæmdinni annað en eitthvað aukinn kostnaður. Í skýrslu sem Háskólinn á Akureyri vann fyrir Vegagerðina um arðsemi og kosti þeirra ganga sem nú eru í umræðunni má sjá að Reynisfjallsgöng skora mjög hátt á öllum mælikvörðum. Þar má t.d. sjá að á árunum 2010­2020 er Reynisfjall í öðru sæti á eftir Öxnadalsheiði þegar miðað er við truflun á umferð vegna vegalokana en aðrir fjallvegir sem myndu leggjast af vegna áætlaðra jarðganga þar langt á eftir. Einnig má geta þess að ef Reynisfjallsgöng hefðu verið komin og öll umferðin sem fór hér um þjóðveginn á síðasta ári farið um þau hefðu sparast u.þ.b.5,5 milljónir km í akstri. Auk þess má fullyrða að umtalsvert færri umferðaróhöpp og slys hefðu orðið, ásamt miklum sparnaði í vetrarþjónustu vegarins. Þá myndu umhverfisáhrif vegna þessarar framkvæmdar verða sáralítil.

Það vakti óneitanlega nokkra athygli okkar áhugamanna hér í Mýrdal um þetta mál að í umræðu um væntanlega samgönguáætlun, sem lögð var fram á Alþingi fyrir stuttu, minntist enginn af þingmönnum Suðurkjördæmis á þessa framkvæmd, nema innviðaráðherra, sem nefndi hana í framsögu sinni. Aftur á móti kepptust þingmenn annarra kjördæma við að fara í ræðustól og tala um alls konar þarfar framkvæmdir í þeirra kjördæmum. Við leyfum okkur samt að vona að þessi litla þátttaka þingmanna okkar Sunnlendinga í þessari umræðu tákni ekki almennt áhugaleysi þeirra á þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki sem samgöngumálin eru.

Skorum við hér með á okkar ágætu vini, þingmenn Suðurkjördæmis, að taka nú af festu á þessu mikilvæga framfaramáli og koma því sem allra fyrst á framkvæmdastig.

F.h. áhugamanna í Mýrdal um bættar samgöngur;

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...