Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Hið „meinta“ viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur við ESB
Lesendarýni 28. febrúar 2024

Hið „meinta“ viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur við ESB

Höfundur: Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá MS.

Árið 1993 var lokið við gerð samningsins um hið Evrópska efnahagssvæði og hann lögfestur frá Alþingi sem lög nr. 2/1993.

Erna Bjarnadóttir.

Þau tóku gildi þann 1. janúar 1994. Með samningnum komst m.a. á fríverslun með fjölmargar vörur aðila í milli. Í 8. gr. laganna eru lögfestar grundvallarreglur um frjálsa vöruflutninga. Þar segir að ákvæði samningsins taki m.a. til framleiðsluvara sem tilgreindar eru í bókun 3, í samræmi við það sérstaka fyrirkomulag sem þar er greint frá.

Bókun 3 og niðurfelling tolla

Undir bókun 3 falla í megindráttum margvíslegar unnar vörur sem innihalda hráefni frá landbúnaðarframleiðslu, þ.á m. kjöt, mjólkurafurðir og egg. Árið 2015 voru viðskiptakjör með margar af þeim vörum sem undir hann falla endurskoðuð. Í frétt frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu í september 2015 er eftirfarandi haft eftir þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni: „Það er mjög ánægjulegt að hafa náð samningum um gagnkvæma niðurfellingu tolla sem mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir neytendur og mikil sóknarfæri til aukins útflutnings.“

Umræddir samningar fólu m.a. í sér að Ísland felldi niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkaði tolla á yfir 20 öðrum. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins sagði síðan. „Almennt gerði ESB slíkt hið sama. Niðurstaðan felur í sér að allir tollar á unnar landbúnaðarvörur eru felldir niður nema á jógúrt. Sem dæmi munu tollar falla niður á súkkulaði, pizzum, pasta, bökunarvörum o.fl. Auk þessa eru tollar felldir niður eða lækkaðir á óunnum landbúnaðarvörum eins og t.d. villibráð, frönskum kartöflum, útiræktuðu grænmeti o.fl.“

Þótt tollar séu felldir niður eru verðjöfnunargjöld álögð

Eftir niðurfellingu tolla samkvæmt framansögðu er áhugavert að skoða nánar gildandi regluverk ESB. Þar kemur í ljós að þótt tollar hafi verið felldir niður á mörgum vörum sem falla undir bókun 3 og fyrrnefndan samning frá 2015, leggur ESB verðjöfnunargjöld á margar af þessum vörum. Í lauslegri þýðingu heitir reglugerðin sem á við þetta: Reglugerð framkvæmda­ stjórnarinnar (EB) nr. 1686/2002 frá 25. september 2002 um ákvörðun landbúnaðarþátta og viðbótartolla sem gilda frá 1. janúar 2002 á innflutningur til Bandalagsins á tilteknum vörum sem falla undir reglugerð ráðsins (EB) nr. 3448/93 frá Íslandi og frá Noregi. Með öðrum orðum er hér á ferðinni heimild til handa ESB til að leggja verðjöfnunargjöld á tilteknar vörur sem innihalda landbúnaðarhráefni og eru fluttar inn til ESB frá Íslandi og Noregi.

Á grundvelli þessarar reglugerðar leggur ESB t.d. verðjöfnunargjald á margar vörur sem falla undir vörulið 1806 í tollskránni („Súkkulaði eða önnur matvæli sem innihalda kakó“), sem og vöruliði 1901 („Maltkjarni, framleiðsla úr mjöli, fín- eða grófmöluðu ...“) 1902 (pasta þ.m.t. fyllt pasta), 2105 0010, rjómaís og annar ís og 2004 1091 sem inniheldur kartöfluflögur sneiddar og skornar. Af þessu leiðir að þótt engir tollar séu lagðir á þessar vörur við innflutning til ESB frá Íslandi þá eru engu að síður lögð á þær verðjöfnunargjöld. Þegar þetta er borið saman við íslensku tollskrána þá er ljóst að þessar vörur eru hins vegar fluttar til Íslands frá ESB löndum án tolla og verðjöfnunargjalda. Hér mætti enn fremur nefna önnur dæmi. Undir bókun 3 fellur einnig jógúrt í vörulið 0403. ESB leggur ekki tolla á jógúrt frá Íslandi en hins vegar nemur vörugjald á jógúrt í vörulið 0403 frá 12,4 EUR/100 kg upp í 168,8 EUR/100 kg eftir því um hvaða átta stafa tollkrárnúmer er að ræða.

Til samanburðar nemur EES tollur á vörur í tollskrá á vörulið 0403 samtals 45-53 kr/kg eða 30-36 EUR/kg, eftir því um hvaða átta stafa tollskrárnúmer er að ræða. Þessi tollur hefur verið óbreyttur að krónutölu frá gildistöku EES samningsins 1. janúar 1994.

Lokaorð

Þessi skoðun leiðir í ljós að þrátt fyrir að tollar hafi verið felldir niður í samningum milli Íslands og ESB, stendur áfram heimild af hálfu ESB til að leggja á svokölluð verðjöfnunargjöld m.a. á vörur sem innihalda kjöt, s.s. pitsur og kartöfluflögur eða önnur landbúnaðarhráefni. Var það raunverulega ætlun löggjafans á Íslandi að skapa þetta ójafnræði að öllu öðru slepptu?

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...