Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!
Lesendarýni 19. febrúar 2024

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!

Höfundur: Lárus Elíasson, skógarbóndi í Rauðsgili.

Nú þurfum við ekki lengur að aka á negldum vetrardekkjum til að tryggja öryggi okkar og þeirra sem við elskum.

Lárus Elíasson.

Samtímis getum við sparað samfélaginu mikla fjármuni með því að slíta götum eins og við ökum á einum bíl, en ekki 20 samtímis. Líka ef við ökum öll á naglalausum dekkjum þá fórnum við ekki 300 íslenskum lífárum árlega.

Þessi gleðitíðindi hafa litla athygli fengið, kannski vegna þess að gömul reynsla segir annað og mögulega er Pisa-læsi ekki bara slök hjá ungmennum, heldur hjá
þeim eldri líka.

Í FÍB blaðinu (3. tbl. 2023) er dekkjapróf frá norsku og sænsku systursamtökum FÍB. Niðurstöður þeirrar könnunar eru ekki birtar hér heldur er fjallað um meðvitað eða ómeðvitað getuleysi FÍB til að lesa í þessar prófunarniðurstöður.

Prófuð voru átta negld og átta ónegld vetrardekk í sitt hvoru lagi. Niðurstaðan sem EKKI er dregin fram er samt sláandi. Bestu ónegldu vetrardekkin koma betur út úr sama prófi en bestu negldu vetrardekkin. Reyndar eru þrjú bestu ónegldu vetrardekkin jafngóð eða betri en besta neglda vetrardekkið. Á sama skala má sjá að lélegustu negldu vetrardekkin eru skárri en lélegustu ónegldu vetrardekkin, sem er reyndar í samræmi við reynslu margra eldri ökumanna, sem hafa þá hreinlega misst af tækniþróuninni í gerð nýjustu ónegldra vetrardekkjanna.

Af hverju þetta er ekki dregið fram er óskiljanlegt. Nema þá ef það samræmist ekki úreltum skoðunum einhverra hjá FÍB, sem þá birta niðurstöðu sem þau eru annaðhvort ekki (Pisa) læs á, eða kjósa að þegja yfir þar sem þær hugnast þeim ekki.

Niðurstaðan er samt sláandi. Ef þú vilt vera örugg, aktu þá á einu af bestu naglalausu vetrardekkjunum.

Einhver kann að segja að þetta sé heildarstigagjöf og eigi ekki við akstur á ís. En því er til að svara að besta neglda dekkið og þriðja besta óneglda vetrardekkið fá sömu stigagjöf fyrir akstur á ís.

Með óskum um að nota rannsóknir, vísindi og staðreyndir í umfjöllun um málefni í stað gamalla bábilja.

Að ræða kjarna málsins og leita lausna
Lesendarýni 26. júlí 2024

Að ræða kjarna málsins og leita lausna

Enn er látið að því liggja að það sé einhver réttarfarsóvissa um að óheimilt sé ...

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...