Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 mánaða.
Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!
Lesendarýni 19. febrúar 2024

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!

Höfundur: Lárus Elíasson, skógarbóndi í Rauðsgili.

Nú þurfum við ekki lengur að aka á negldum vetrardekkjum til að tryggja öryggi okkar og þeirra sem við elskum.

Lárus Elíasson.

Samtímis getum við sparað samfélaginu mikla fjármuni með því að slíta götum eins og við ökum á einum bíl, en ekki 20 samtímis. Líka ef við ökum öll á naglalausum dekkjum þá fórnum við ekki 300 íslenskum lífárum árlega.

Þessi gleðitíðindi hafa litla athygli fengið, kannski vegna þess að gömul reynsla segir annað og mögulega er Pisa-læsi ekki bara slök hjá ungmennum, heldur hjá
þeim eldri líka.

Í FÍB blaðinu (3. tbl. 2023) er dekkjapróf frá norsku og sænsku systursamtökum FÍB. Niðurstöður þeirrar könnunar eru ekki birtar hér heldur er fjallað um meðvitað eða ómeðvitað getuleysi FÍB til að lesa í þessar prófunarniðurstöður.

Prófuð voru átta negld og átta ónegld vetrardekk í sitt hvoru lagi. Niðurstaðan sem EKKI er dregin fram er samt sláandi. Bestu ónegldu vetrardekkin koma betur út úr sama prófi en bestu negldu vetrardekkin. Reyndar eru þrjú bestu ónegldu vetrardekkin jafngóð eða betri en besta neglda vetrardekkið. Á sama skala má sjá að lélegustu negldu vetrardekkin eru skárri en lélegustu ónegldu vetrardekkin, sem er reyndar í samræmi við reynslu margra eldri ökumanna, sem hafa þá hreinlega misst af tækniþróuninni í gerð nýjustu ónegldra vetrardekkjanna.

Af hverju þetta er ekki dregið fram er óskiljanlegt. Nema þá ef það samræmist ekki úreltum skoðunum einhverra hjá FÍB, sem þá birta niðurstöðu sem þau eru annaðhvort ekki (Pisa) læs á, eða kjósa að þegja yfir þar sem þær hugnast þeim ekki.

Niðurstaðan er samt sláandi. Ef þú vilt vera örugg, aktu þá á einu af bestu naglalausu vetrardekkjunum.

Einhver kann að segja að þetta sé heildarstigagjöf og eigi ekki við akstur á ís. En því er til að svara að besta neglda dekkið og þriðja besta óneglda vetrardekkið fá sömu stigagjöf fyrir akstur á ís.

Með óskum um að nota rannsóknir, vísindi og staðreyndir í umfjöllun um málefni í stað gamalla bábilja.

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...