Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frelsi til að hafa ólíka sýn
Mynd / smh
Lesendarýni 28. júní 2021

Frelsi til að hafa ólíka sýn

Höfundur: Ragnheiður I. Þórarinsdóttir

Í Bændablaðinu fimmtudaginn 10. júní sl. birtist grein eftir Eygló Björk Ólafsdóttur, formann Verndunar og ræktunar – VOR, félags framleiðenda í lífrænum búskap. Þar fer hún fram á yfirlýsingu frá undirritaðri, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, um afstöðu skólans til aðsendra umsagna tveggja sérfræðinga skólans vegna umræðuskjals um landbúnaðarstefnu, Ræktum Ísland!

Líkt og hjá öðrum háskólum hafa sérfræðingar Landbúnaðarháskóla Íslands fullt frelsi til að senda inn umsagnir í sínu nafni og gerir skólinn ekki athugasemdir við það. Það er ljóst að sýn sérfræðinga á hinar margvíslegu ræktunaraðferðir er mismunandi og hefur það yfirleitt verið talinn kostur innan skólans að nemendur fái að kynnast þeim og taka síðan upplýsta ákvörðun um það hvert þeir vilja sjálfir stefna. Það er ekkert launungarmál, og hef ég átt um það samtöl við Eygló, að innan skólans eru sérfræðingar sem eru gagnrýnir á þær reglur sem beitt er við lífræna ræktun.

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur átt farsælt samstarf við VOR og lífræna bændur. Má þar nefna nýtt verkefni sem stutt er af Nýsköpunarsjóði námsmanna í sumar um bindingu og losun kolefnis í lífrænni ræktun í samstarfi við Biobú ehf., meistaraverkefni sem stutt er af VOR, og afar vel heppnað málþing VOR í nóvember síðastliðnum undir yfirskriftinni Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa.

Metaðsókn er í starfsmenntanám skólans á Reykjum í lífrænni ræktun matjurta og háskólanemendur hafa notið góðs af heimsóknum á lífræn bú. Þá er boðið upp á sumarnámskeið á vegum skólans sem snúa m.a. að Bokashi, hringrás og nýtingu lífræns úrgangs annars vegar og að matarfrumkvöðlum hins vegar. Landbúnaðarháskólinn bauð VOR að vera með í umsókn til Evrópusambandsins í janúar síðastliðnum og ýmis samtöl hafa átt sér stað um hvernig auka megi tilraunir og samanburðarrannsóknir sem snúa að lífrænni ræktun.

Landbúnaðarháskóli Ís­lands leggur í stefnu sinni 2019-2024 áherslu á að efla rannsóknir og alþjóðastarf og samþætta rannsóknir, nýsköpun og kennslu. Lögð er áhersla á að fjölga nemendum og samstarfsverkefnum. Það er afar ánægjulegt að sjá afrakstur af starfseminni, en á tveimur árum hefur fjöldi nemenda tvöfaldast og styrkir til samstarfsverkefna þrefaldast. Þessi þróun styrkir innviði og alla starfsemi skólans. Hér er sóknartækifæri fyrir lífræna bændur og aðra sem stunda hefðbundinn búskap, sem og þá sem koma með nýjar hugmyndir sem hafa ekki áður sést.

Samtal um ólíka sýn er af hinu góða, enda er ekkert kerfi hafið yfir gagnrýni. Byggjum það á vandaðri röksemdafærslu, jákvæðni og virðingu. Framtíð íslensks landbúnaðar er björt og tækifærin eru óþrjótandi.Ragnheiður I. Þórarinsdóttir,
rektor Landbúnaðarháskóla Íslands

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Hundrað hesta setningarathöfn
12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn