Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Baráttumál í höfn
Mynd / smh
Lesendarýni 14. nóvember 2018

Baráttumál í höfn

Höfundur: Haraldur Benediktsson
Allt frá samningagerð um bún­aðar­lagas­amning árið 2007 hefur það verið baráttumál Bænda­samtakanna að koma eftirlaunaskuldbindingum þeirra og búnaðarsambanda út úr fjármálalegum samskiptum samtaka bænda og ríkisins. Með sérstakri bókun var málið sett á dagskrá.
 
Haraldur Benediktsson.
Skuldbindingarnar eru arfur gamla tímans – frá þeim tíma er starfsemi fyrir landbúnað var meira eða minna fjármögnuð eftir þeim lagaákvæðum sem römmuðu inn stjórn búvöruframleiðslunnar og ræktunarstarf. En á því var ekki tekið þegar sú löggjöf var endurnýjuð og öðru formi samskipta komið á. Í raun má segja að félagasamtök bænda hafi setið eftir með Svarta Pétur af ríkisrekstri fyrri áratuga.
 
Þessar skuldbindingar hafa í raun hamlað eðlilegum breytingum á félagskerfi bænda.  Bundið þau í form gamals tíma og því hafa samtök bænda ekki náð að straumlínulaga félagskerfi sitt að breyttum tímum.
 
Nú opnast nýir möguleikar
 
Með því samkomulagi sem Bjarni Benediktsson fjármála­ráðherra og Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafa undirritað við Bændasamtök Íslands hafa opnast nýir möguleikar.
 
Með þessum áfanga opnast bændum nýjar víddir til að endurhugsa félagskerfi sitt og sækja fram. Ekki þarf að fjölyrða um nauðsyn þess.  Það er áhugavert að skoða þróun félagskerfis bænda í nágrannalöndum okkar. Með nokkurri einföldun má segja að íslenska félagskerfið hafi þróast með líkum hætti og félagsskapur danska landbúnaðarins. Þó verður að nefna að það sem skilur okkar íslenska umhverfi frá öðrum Norðurlöndum, sem er að við höfum ekki jafn sterka stoð í samvinnufélagarekstri ýmissa lykilfyrirtækja sem þjónusta landbúnað.  Við eigum samt sem áður stór og öflug samvinnufélög hér á landi en líka fjölda einkafyrirtækja.  
 
Bændahreyfing annarra landa býr að mun nánara sambýli við öflug fyrirtæki sem þjónusta landbúnað, en hér á landi.  Þjónustu- og afurðafyrirtæki eru hluti af íslenskum landbúnaði.  Það mátti glögglega sjá á glæsilegri Landbúnaðarsýningu og vel sóttri,  sem er nýlokið.
 
Samtök bænda á Íslandi og Danmörku hættu að þróast með líkum hætti hér um 1990.  Þegar við ákváðum að sameina Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag Íslands fóru danskir bændur aðra leið. Um leið og þeir lögðu niður sitt „búnaðargjald“ einfölduðu þeir sitt félagskerfi og skildu ráðgjafarhlutann frá. Við fórum aðra leið.
 
Danskir bændur eiga í dag öflug hagsmunasamtök fyrirtækja og bænda. Þau eru áberandi í dönsku þjóðlífi og landbúnaður mun sýnilegri. Það þarf ekki nema að fylgjast með umræðum og fréttaskýringaþáttum þar í landi til að sjá að umræða um landbúnað þar er bæði efnisríkari og faglega mun sterkari en við eigum að venjast.
 
Nú hefur búnaðargjaldið verið lagt af og ráðgjafarþjónustan aðskilin frá búnaðarsamböndum og BÍ. Stofnuð hefur verið Búnaðarstofa um framkvæmd búvörusamninga og fleira. Hún er nú hluti af Matvælastofnun, en eðlilegt er að hún verði gerð að sjálfstæðari einingu til eflingar á stjórnsýslu landbúnaðar.  
 
Búnaðarsamböndin eru í allt annarri stöðu eftir að eftirlaunaskuldbindingar þeirra eru núna komnar í skjól.  Bændur eiga mikil verðmæti sem búnaðarsamböndin eru og halda á. Það er nauðsynlegt að hugsa hvernig beita má þessum miklu verðmætum til hagsbóta fyrir atvinnuveginn.
 
Bændasamtök Íslands eru helsti samnefnari bænda og vinna mikið verk. Það er hins vegar nauðsynlegt að efla þau til mikilla muna. Stytta þarf boðleiðir innan hreyfingarinnar og nýta fjármuni mun betur en gert er. Samtök bænda feta sig nú í nýju umhverfi þar sem skiptir máli að þau geti sýnt og sannað fyrir félagsmönnum sínum að það skipti máli að vera í þeim hópi.
 
Nú má ekki bíða og sjá til
 
Engum dylst hve halloka land­búnaðurinn hefur farið í málefnabaráttu bænda undanfarin ár.  Fyrst og fremst vegna minni virkni og þátttöku bænda í félagsskap bænda.  Skerpa verður til mikilla muna þá framgöngu og auka félagslega virkni. Ekki er verið að gagnrýna eða ásaka þau sem í þessari baráttu hafa staðið – nema síður sé.  Þeim skal þakkað fyrir þeirra störf. En til að gera starf þeirra markvissara og sterkara verður að gera grundvallarbreytingar. Ekki síst verður að auka aðkomu annarra en eingöngu bænda að þessari hreyfingu. Þúsundir manna sem vinna við störf beint og óbeint að landbúnaði eru líka undir.  
 
Það má engan tíma missa. Nú ríða yfir svo miklar breytingar að ekkert tækifæri má liggja ónotað til að skerpa og efla framgöngu íslensks landbúnaðar.
 
Það er kominn tími á nýja hugsun og ný samtök. Þau hafa í mínum huga það einfalda vinnuheiti; Íslenskur landbúnaður – fjöldahreyfing sem lætur sig starfsumhverfi landbúnaðarins í stærra samhengi, sig varða.
 
Haraldur Benedikstsson
alþingismaður og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands.
Skógrækt og skemmtun
Lesendarýni 4. september 2024

Skógrækt og skemmtun

Þegar líður að hausti breytist yfirbragð skóganna í stórkostlega haustlitasinfón...

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna
Lesendarýni 3. september 2024

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna

Almenningur hefur að undanförnu fylgst agndofa með í fjölmiðlum hvernig fyrirtæk...

Vandar þú valið við fatakaup?
Lesendarýni 2. september 2024

Vandar þú valið við fatakaup?

Háhraða tískuiðnaðurinn (e. ultra fast fashion) tekur allt sem er slæmt við hrað...

Líforkuver á Dysnesi
Lesendarýni 23. ágúst 2024

Líforkuver á Dysnesi

Í síðustu viku opnaði ég nýjan vef Líforku. Opnun vefsvæðisins er hluti samstarf...

Íslandsmeistaramót í hrútadómum
Lesendarýni 16. ágúst 2024

Íslandsmeistaramót í hrútadómum

Starfsemin á Sauðfjársetrinu á Ströndum hefur gengið mjög vel í sumar og aðsókn ...

Áhrifaþættir matvælaverðs á Íslandi
Lesendarýni 16. ágúst 2024

Áhrifaþættir matvælaverðs á Íslandi

Í umræðum um matvælaverð hérlendis má oft sjá borið saman verð matarkörfu hérlen...

Fámenn þjóð í stóru landi
Lesendarýni 9. ágúst 2024

Fámenn þjóð í stóru landi

Í nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands má sjá að 365.256 (95%) Íslendingar búa í b...

Nýr alþjóða millilandaflugvöllur á Íslandi
Lesendarýni 7. ágúst 2024

Nýr alþjóða millilandaflugvöllur á Íslandi

Staðið hefur yfir með hléum hrina eldgosa samfara jarðhræringum á Reykjanesskaga...