Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Athugasemd vegna umræðu um lausagöngu búfjár
Lesendarýni 27. febrúar 2023

Athugasemd vegna umræðu um lausagöngu búfjár

Höfundur: Pétur Kristinsson, lögmaður.

Að undanförnu hefur verið nokkur umræða um lausagöngu búfjár. Þess misskilnings virðist gæta í umræðunni að lögum hafi verið breytt með setningu laga um búfjárhald árið 2002, nú lög 38/2013. Svo var ekki.

Pétur Kristinsson.

Í þeim lögum felst eingöngu heimild sveitarstjórna og landeigenda til banns við lausagöngu búfjár á ákveðnum svæðum. Lög um fjallskil og afréttarmálefni nr. 6/1986 segja hins vegar til um hvar búfé á að vera. Þetta er augljóst og blasir við ef löggjöfin er lesin í samhengi. Þetta staðfesti umboðsmaður Alþingis með áliti sínu frá því í október sl. og dómsmálaráðuneytið með úrskurði sínum frá því í janúar sl. Lögin um fjallskil og afréttarmálefni hafa verið nánast óbreytt í núverandi mynd frá árinu 1969 en byggja á aldagömlum grunni.

Þá virðist einnig gæta misskilnings um merkingu hugtaksins „lausaganga búfjár“.

Hugtakið er skilgreint í 7. tl. 3. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald og er svohljóðandi: „Lausaganga er þegar búfé getur gengið í annars manns land í óleyfi.“ Þannig fellst ekki í lausagöngu heimild til að beita búfé í annars manns land einsK og sumir virðast telja heldur aðeins að búfé þarf ekki að vera í girðingum. Búfjáreigendur bera engu að síður ábyrgð á að búfé þeirra sé þar sem það á að vera þótt lausaganga sé heimil. Þurfa þeir að sjálfsögðu leyfi eigi það að vera í annarra manna löndum. Gangi búfé í annarra manna lönd skv. framansögðu ber sveitarstjórn og eftir atvikum lögreglu að sjá til þess að því sé komið þangað sem það á að vera á kostnað eigenda óski landeigandi þess.

Réttur landeigenda að þessu leyti byggir á almennum reglum eignarréttar og er varinn af stjórnarskrá. Verður honum hvorki haggað af ráðuneytum né sveitarstjórnum.

Þannig eru réttindi og skyldur búfjáreigenda hvað þetta varðar vel skilgreind í lögum. Séu þessar einföldu og skýru lagareglur virtar ættu flestir að geta vel við unað.

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...