Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Erla Gunnarsdóttir, starfsmaður BÍ, Guðmundur Svansson, formaður búgreinadeildar kjúklingabænda og Eydís Rós Eyglóardóttir stjórnarmaður.
Erla Gunnarsdóttir, starfsmaður BÍ, Guðmundur Svansson, formaður búgreinadeildar kjúklingabænda og Eydís Rós Eyglóardóttir stjórnarmaður.
Mynd / VH
Af vettvangi Bændasamtakana 13. mars 2023

Mikill innflutningur frá Úkraínu kom á óvart

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn búgreinadeildar kjúklingabænda situr óbreytt og að sögn formannsins gekk fundurinn á búgreinaþingi vel fyrir sig. Meðal þess sem var rætt er innflutningur á kjúklingakjöti og innri mál greinarinnar.

Guðmundur Svavarsson, formaður búgreinadeildar kjúklingabænda, segir að fundur kjúklingabænda hafi gengið mjög vel. „Deildin er fámenn og góð samstaða hjá okkur. Við fórum yfir tollverndina, dýraheilbrigði og önnur mál sem snerta greinina.“

Innflutningur á kjúklingakjöti

„Mikill innflutningur á kjúklingakjöti frá Úkraínu undanfarna mánuði kom okkur í opna skjöldu og við höfum talsverðar áhyggjur af því að kjötið sé ekki af sömu gæðum og innlent kjúklingakjöt. Samkvæmt því sem ég hef heyrt er sýklalyfjanotkun í landbúnaði mikil í landinu.

Bændasamtökin hafa sent Matvælastofnun erindi þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig staðið er að útgáfu á heilbrigðisvottorðum fyrir innflutninginn, hvaða vottorð hafi verið gefin út og hvort kjötið komi frá bændum, sláturhúsum og vinnslum sem uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til slíkra aðila hér á landi.“

Innra starf

Kjúklingabændur fóru einnig yfir innra starf greinarinnar á fundinum og að sögn Guðmundar eru félagsmenn spenntir að sjá hvað kemur út úr endurskoðun á félagsgjaldakerfi Bændasamtakanna.

„Bent hefur verið á að í dag er lítill munur á þeim félagsgjöldum sem þeir allra stærstu greiða og þeim sem smærri og miðlungs framleiðendur greiða. Áhugavert verður að sjá hvað kemur út úr þeirri umræðu á Búnaðarþingi.“

Óbreytt stjórn

Stjórn búgreinadeildar kjúklingabænda situr óbreytt frá síðasta ári og í henni eru Guðmundur Svavarsson formaður, Eydís Rós Eyglóardóttir og Jón Magnús Jónsson.

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...