Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá fundi búgreinadeilda eggjabænda. Arnar Árnason, Hilmar Vilberg, Halla Eiríksdóttir, Halldóra Hauksdóttir og Geir Gunnar Geirsson.
Frá fundi búgreinadeilda eggjabænda. Arnar Árnason, Hilmar Vilberg, Halla Eiríksdóttir, Halldóra Hauksdóttir og Geir Gunnar Geirsson.
Mynd / VH
Af vettvangi Bændasamtakana 16. mars 2023

Bjartsýnir á framtíðina

Höfundur: Vilmundur Hansen

Allt var með kyrrum kjörum á fundi eggjabænda á búgreinaþingi. Helstu mál á dagskrá var umræða tengd skýrslu fráfarandi formanns, m.a. um markaðsaðstæður og fjölgun ferðamanna á síðasta ári.

Helstu verkefni voru eftirfylgni sprettgreiðslna, en þær fengust greiddar nýlega. Annað mál var sex mánaða framlenging búrahalds varphænsna til skamms tíma.

Halldóra K. Hauksdóttir, formaður deildar eggjabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Mynd / Aðsend

Halldóra K. Hauksdóttir var kjörin formaður deildar eggjabænda hjá Bændasamtökum Íslands í stað Stefáns Más Símonarsonar sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs.

„Við fórum m.a. yfir stöðuna um afnám búra í eggjaframleiðslu og aðlögun að reglum Evrópusambandsins um lausagöngu varphænsna, en með hjálp Bændasamtakanna fengu eggjabændur, sem enn eru með hluta af varphænum sínum í búrum, sex mánaða viðbótarfrest til að aðlaga sig að þeim reglum, eða fram á mitt þetta ár. En fyrir utan þá gífurlegu fjárfestingu sem þessi breyting hafði í för með sér fyrir suma eggjabændur þá voru einnig aðrar hindranir á veginum eins og skipulagsmál. Fresturinn var veittur út júní 2023 og eftir það er stefnt að því að allir íslenskir eggjabændur verði búnir að uppfylla skilyrði aðbúnaðarreglna auk þess að vera undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar. En ljóst var að þessi framkvæmd var ekki sársaukalaus fyrir greinina. Hún var bæði mjög kostnaðarsöm og minni eggjaframleiðendur hættu sumir sínum búskap vegna þess að menn treystu sér ekki til að breyta búum sínum eins og krafist var skv. reglugerð vegna þess kostnaðar sem því fylgdi.“

Eggjaframleiðsla og starfsumhverfi greinarinnar

Að sögn Halldóru var farið yfir markaðsaðstæður í ljósi fjölgunar ferðamanna en salan á eggjum dróst saman í kjölfar Covid og fækkun ferðamanna í kjölfar þess. Einnig var farið yfir rannsóknir og þau tækifæri sem tengjast innlendri próteinframleiðslu til fóðurs.

Jafnframt var farið yfir rekstrarskilyrði greinarinnar en það er engin launung að tollvernd ræður þar miklu um stöðu greinarinnar. Rekstrarkostnaður búa hefur hækkað mjög mikið að undanförnu.

„Á fundinum voru valdir tveir fulltrúar eggjabænda á Búnaðarþing og ég er annar þeirra og Stefán Már, fráfarandi formaður, hinn.“

Eggjabændur bjartsýnir

„Sem nýtekin við sem formaður búgreinadeildar eggjabænda er ég bjartsýn á framtíðina fyrir hönd eggjabænda og við finnum fyrir trausti meðal neytenda og það er okkar upplifun að Íslendingar vilji kaupa það sem íslenskt er.“

Íslandsmót í rúningi
Lesendarýni 18. október 2024

Íslandsmót í rúningi

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hyggst endurvekja Íslandsmeistaramótið í r...

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi
Lesendarýni 15. október 2024

Ráðstefna evrópskra frjótækna á Selfossi

Árið 1981 voru samtök fag- og stéttarfélaga frjótækna í Evrópu stofnuð í Strasbo...

Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Lesendarýni 9. október 2024

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Á meðan trén vaxa ræða skógarbændur framtíðina. „Það er víst lítið annað að gera...

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara