Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Alþjóðlegi mjólkurdagurinn
Af vettvangi Bændasamtakana 31. maí 2024

Alþjóðlegi mjólkurdagurinn

Höfundur: Rafn Bergsson, formaður nautgripadeildar BÍ

Þann 1. júní er alþjóðlegi mjólkur­dagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim.

Rafn Bergsson

Þessum vitundarvakningardegi mjólkurframleiðslunnar var hrundið af stað árið 2001 fyrir tilstilli Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og verður því deginum fagnað í tuttugasta og þriðja sinn í ár. Tilgangurinn er að kynna efnahagslegan, næringarlegan og félagslegan ávinning mjólkur og mjólkurafurða í matvælakerfum heimsins.

Íslensk mjólkurframleiðsla

Mjólkurframleiðslan hér á landi er um 150 milljónir lítra á um 460 kúabúum um allt land. Kýrnar eru um 26.000 talsins og meðalbúið telur því um 56 kýr. Framleiðslan hefur aukist um 40% frá aldamótum án þess að kúnum hafi fjölgað. Framleiðsluaukningin er því tilkomin vegna aukinnar framleiðslu á hverja kú. Kolefnisspor hvers framleidds lítra hefur því lækkað umtalsvert undanfarin ár sem ber að fagna. Bændur hafa síðustu ár fjárfest í bættri aðstöðu og tæknibúnaði, auk þess sem markvissari og betri fóðrun hefur skilað stærstum hluta þeirrar framleiðsluaukningar sem hefur orðið. Samhliða hefur velferð kúnna aukist mikið enda skilningur á mikilvægi góðs aðbúnaðar sífellt að aukast. Eru nú, svo dæmi sé tekið, tæplega 85% mjólkurkúnna hafðar í lausagöngufjósum og einungis 15% í básafjósum, og hefur þetta hlutfall snúist við á síðustu áratugum.

Mjólk er góð

Neysla á mjólk og mjólkurvörum er mikil á Íslandi í alþjóðlegum samanburði og fáar þjóðir ofan við okkur þegar horft er til neyslu mjólkurvara á hvern einstakling. Enda búum við svo vel að hér eru öflug fyrirtæki sem vinna fjölbreyttar og góðar vörur úr mjólkinni. Miðað við hvað markaðurinn á Íslandi er smár er í raun ótrúlegt hversu fjölbreytt vöruúrvalið af mjólk og mjólkurvörum er hér á landi.

Mjólk hefur um árabil skipað stóran sess í neysluvenjum Íslendinga enda er mjólkin ekki bara bragðgóð heldur inniheldur hún mikið magn mikilvægra næringarefna, þar með talið 11 lífsnauðsynleg vítamín og steinefni.

Samkvæmt könnun um mataræði Íslendinga frá árinu 2019–2021 kom í ljós að mjólk, mjólkurvörur og ostar skila um 24% af allri neyslu á próteinum. Mjólk og mjólkurvörur skila 65% af allri kalkneyslu, 21% af joðneyslu landans og einungis 6% neyslu af viðbættum sykri. Þegar kemur að heildarorku matvæla skila mjólk og mjólkurvörur auk osta og helmingi af flokknum olíur og feitmeti 22%. Vert er að taka fram að einungis 1,7% þeirra sem tóku þátt í könnuninni neyta ekki mjólkurafurða en 98,3 þátttakenda neyta þeirra. Þrátt fyrir aukna samkeppni halda mjólkurvörur sinni stöðu því nokkuð vel. Enda er rík hefð fyrir mjólkurvörum í matargerð hér á landi.

Í tilefni af deginum ætla íslenskir kúabændur að vera virkir á samfélagsmiðlum. Hægt verður að fylgjast með á Instagram Bændasamtakanna þar sem kúabændur ætla að leyfa öðrum að skyggnast inn í þeirra daglega líf. Tilgangur myndbirtinganna er að vekja athygli á því hvaðan mjólkin kemur og gefa neytendum tækifæri á að fylgjast með okkar góðu framleiðsluháttum og lífinu í sveitinni. Stjórn nautgripadeildar BÍ hvetur bændur til þess að nota myllumerkið #mjólkurdagurinn og deila myndefni með okkur, með því að merkja @baendasamtokin (á Instagram), svo við getum dreift boðskapnum. Athugið að til að hægt sé að merkja @bændasamtökin þarf Instagram-aðgangur viðkomandi að vera stilltur á „public“. Fögnum deginum og verum sýnileg!

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...