Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Afleiðingar ótíðar í júní
Mynd / Karólína Elísabetardóttir
Af vettvangi Bændasamtakana 16. október 2024

Afleiðingar ótíðar í júní

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnastjóri hjá Bændasamtökunum.

Afleiðingar óveðurs fyrri hluta júnímánaðar og einnig óhemju rigninga í lok júní eru stöðugt að koma betur í ljós.

Mest eru áhrif þessa veðurfars á Norður- og Austurlandi, en önnur landsvæði urðu einnig fyrir búsifjum. Við bætist síðan að tíðarfar á landinu, sem eftir fylgdi, getur
tæpast talist hagfellt og sést það m.a. á því að uppskerustörf hafa dregist langt fram á haustið.

Í júní var ljóst að umfangið væri þess eðlis að það myndi hafa veruleg áhrif á afkomu bænda með margvíslegum hætti. Heybirgðir voru mjög víða í sögulegu lágmarki á sama tíma og verulegt kal blasti við. Í vor var óvanalega mikið frost í jörðu og jarðvegur var því kaldur fram eftir sumri sem tafði verulega jarðvinnslu. Sú endurræktun sem margir snéru sér að þegar loksins var fært um tún gaf ekki þá uppskeru sem til var ætlast og þar sem fé var lengi á túnum hafði það einnig veruleg áhrif á uppskeru. Síðslegin túnin gefa síðan ekki mikla haustbeit sem hefur bein áhrif á vænleika lamba.

Opnað hefur verið skráningarkerfi á Bændatorginu (torg.bondi.is) þar sem bændur eiga að skrá það tjón sem varð af völdum óveðursins í júní eða rekja má til þess. Valmöguleikar til skráninga eru ekki tæmandi en gefa þó mynd af því hvernig megi standa að skráningum.

Hægt er að setja inn viðhengi með nánari skýringum og myndum ef við á og bæta við gögnum eftir á. Bændur eru hvattir til að greina sem skilmerkilegast frá þeim aðstæðum sem þeir hafa þurft að takast á við í kjölfar þessa óveðurs. Einnig er mikilvægt að gera vel grein fyrir afdrifum sauðfjár, nautgripa, hrossa í skýrsluhaldskerfum – þær upplýsingar verða notaðar við úrvinnslu umsókna. Gott er að skrá strax það tjón sem vitað er um. Þegar frekari upplýsingar liggja fyrir t.d. varðandi afurðir og vanhöld á fullorðnum gripum er þeim upplýsingum bætt við umsóknina. Í einhverjum tilfellum eru holdakálfar sem fæddust í júní léttari en vanalega, en hvernig þeir leggja sig kemur jú ekki í ljós fyrr en að ári. Þar sem tjón hefur orðið í útiræktun grænmetis þá eru garðyrkjubændur hvattir til að skila inn gögnum. Sama á við um t.d. þar sem hvassviðrið í júní olli tjóni á ræktarlöndum.

Ekki liggur fyrir hversu miklu fjármagni, frá hinu opinbera, verður varið til að mæta þessum tjónum. Unnið er að að því að ná utan um heildarumfang tjóna og er mikilvægt að bændur skrái allt það tjón sem fyrst. Hægt er að bæta við skráningar í tjónaskýrslur fram að skiladegi.

Skráningarformið á Bændatorginu verður opið til og með 1. nóvember næstkomandi. Hægt er að leita aðstoðar hjá RML við skráningar.

Skylt efni: óveður

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...

Kosningar
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Kosningar

Kæru kjósendur. Það er ekkert mikilvægara en að nýta atkvæðisréttinn sem svo mik...

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata
Lesendarýni 29. nóvember 2024

Tryggjum nýliðun og skattalega hvata

Það eru vissulega forréttindi að búa í sveit, ala upp börnin sín í faðmi náttúru...

Verum til vinstri – verndum náttúruna
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Verum til vinstri – verndum náttúruna

Á meðan Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur staðið vörð um náttúruna og gæt...

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu
Lesendarýni 28. nóvember 2024

Þú treystir ekki hverjum sem er fyrir búinu þínu

Að vera bóndi getur verið félagslega einangrandi, sérstaklega ef aldrei er svigr...

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Eignarhald bænda á jörðum tryggir hag þeirra best

Umræða um jarðir, jarðaviðskipti og kynslóðaskipti í landbúnaði er og á að vera ...

Landbúnaður í velsældarhagkerfi
Lesendarýni 27. nóvember 2024

Landbúnaður í velsældarhagkerfi

Landbúnaður í heiminum öllum stendur frammi fyrir umbyltingu vegna framfara í ræ...