Vorhretið vægara en í fyrra
Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þurftu bændur að smala lambám og koma þeim í skjól. Bóndi segir marga daga af vorhreti óvanalegt en fagstjóri hjá Veðurstofunni telur það ekki vísbendingu um að slík veður verði algengari á komandi árum.






