Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Steinar splundruðu rúðum í útihúsum á Núpi III
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 25. febrúar 2015

Steinar splundruðu rúðum í útihúsum á Núpi III

Höfundur: smh
Mikið óveður gekk yfir Suðurland á sunnudaginn síðastliðinn.  
 
Í óveðrinu á sunnudag hlupu gríðarlegar vindhviður yfir lönd bænda og sópuðu með sér öllu lauslegu. Berglind Hilmarsdóttir á Núpi III, undir Eyjafjöllum, segir talsvert tjón hafa hlotist af veðrinu, meðal annars hafi 35 rúður í útihúsum í hlöðu, hesthúsi og fjósi splundrast í veðurofsanum. 
 
„Svo brotnuðu líka tíu rúður í tveimur bílum sem við maðurinn minn vorum á,“ segir Berglind. „Þá hrundu ljós niður í fjósinu og stór flekahurð við austurenda fóðurgangsins, 3,5 metrar á hæð og 3,5 m á breidd, lagðist hreinlega saman þrátt fyrir að við höfðum lagt ógnarstóran drumb upp að hurðinni og keyrt traktor að honum til að festa hann við hurðina. Hingað til okkar leituðu í skjól ferðamenn á bíl sínum, þar sem þrjár rúður voru brotnar og þeir komust hvorki lönd né strönd – en þeir höfðu líka meitt sig.“ 
Að sögn Berglindar stóð þetta óveður yfir meira og minna allan daginn og þau hafi í raun verið heppin að sleppa ómeidd frá því. Hviðurnar mældust nálægt 60 metra á sekúndu í Hvammi, sem er í tæplega kílómetra fjarlægð frá Núpi III. Berglind segir að þau séu vel tryggð og því ætti tjónið ekki að koma of illa fjárhagslega við þau.

8 myndir:

Skylt efni: óveður | tjón

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...