Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Steinar splundruðu rúðum í útihúsum á Núpi III
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 25. febrúar 2015

Steinar splundruðu rúðum í útihúsum á Núpi III

Höfundur: smh
Mikið óveður gekk yfir Suðurland á sunnudaginn síðastliðinn.  
 
Í óveðrinu á sunnudag hlupu gríðarlegar vindhviður yfir lönd bænda og sópuðu með sér öllu lauslegu. Berglind Hilmarsdóttir á Núpi III, undir Eyjafjöllum, segir talsvert tjón hafa hlotist af veðrinu, meðal annars hafi 35 rúður í útihúsum í hlöðu, hesthúsi og fjósi splundrast í veðurofsanum. 
 
„Svo brotnuðu líka tíu rúður í tveimur bílum sem við maðurinn minn vorum á,“ segir Berglind. „Þá hrundu ljós niður í fjósinu og stór flekahurð við austurenda fóðurgangsins, 3,5 metrar á hæð og 3,5 m á breidd, lagðist hreinlega saman þrátt fyrir að við höfðum lagt ógnarstóran drumb upp að hurðinni og keyrt traktor að honum til að festa hann við hurðina. Hingað til okkar leituðu í skjól ferðamenn á bíl sínum, þar sem þrjár rúður voru brotnar og þeir komust hvorki lönd né strönd – en þeir höfðu líka meitt sig.“ 
Að sögn Berglindar stóð þetta óveður yfir meira og minna allan daginn og þau hafi í raun verið heppin að sleppa ómeidd frá því. Hviðurnar mældust nálægt 60 metra á sekúndu í Hvammi, sem er í tæplega kílómetra fjarlægð frá Núpi III. Berglind segir að þau séu vel tryggð og því ætti tjónið ekki að koma of illa fjárhagslega við þau.

8 myndir:

Skylt efni: óveður | tjón

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...