Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Steinar splundruðu rúðum í útihúsum á Núpi III
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 25. febrúar 2015

Steinar splundruðu rúðum í útihúsum á Núpi III

Höfundur: smh
Mikið óveður gekk yfir Suðurland á sunnudaginn síðastliðinn.  
 
Í óveðrinu á sunnudag hlupu gríðarlegar vindhviður yfir lönd bænda og sópuðu með sér öllu lauslegu. Berglind Hilmarsdóttir á Núpi III, undir Eyjafjöllum, segir talsvert tjón hafa hlotist af veðrinu, meðal annars hafi 35 rúður í útihúsum í hlöðu, hesthúsi og fjósi splundrast í veðurofsanum. 
 
„Svo brotnuðu líka tíu rúður í tveimur bílum sem við maðurinn minn vorum á,“ segir Berglind. „Þá hrundu ljós niður í fjósinu og stór flekahurð við austurenda fóðurgangsins, 3,5 metrar á hæð og 3,5 m á breidd, lagðist hreinlega saman þrátt fyrir að við höfðum lagt ógnarstóran drumb upp að hurðinni og keyrt traktor að honum til að festa hann við hurðina. Hingað til okkar leituðu í skjól ferðamenn á bíl sínum, þar sem þrjár rúður voru brotnar og þeir komust hvorki lönd né strönd – en þeir höfðu líka meitt sig.“ 
Að sögn Berglindar stóð þetta óveður yfir meira og minna allan daginn og þau hafi í raun verið heppin að sleppa ómeidd frá því. Hviðurnar mældust nálægt 60 metra á sekúndu í Hvammi, sem er í tæplega kílómetra fjarlægð frá Núpi III. Berglind segir að þau séu vel tryggð og því ætti tjónið ekki að koma of illa fjárhagslega við þau.

8 myndir:

Skylt efni: óveður | tjón

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...