Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Steinar splundruðu rúðum í útihúsum á Núpi III
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 25. febrúar 2015

Steinar splundruðu rúðum í útihúsum á Núpi III

Höfundur: smh
Mikið óveður gekk yfir Suðurland á sunnudaginn síðastliðinn.  
 
Í óveðrinu á sunnudag hlupu gríðarlegar vindhviður yfir lönd bænda og sópuðu með sér öllu lauslegu. Berglind Hilmarsdóttir á Núpi III, undir Eyjafjöllum, segir talsvert tjón hafa hlotist af veðrinu, meðal annars hafi 35 rúður í útihúsum í hlöðu, hesthúsi og fjósi splundrast í veðurofsanum. 
 
„Svo brotnuðu líka tíu rúður í tveimur bílum sem við maðurinn minn vorum á,“ segir Berglind. „Þá hrundu ljós niður í fjósinu og stór flekahurð við austurenda fóðurgangsins, 3,5 metrar á hæð og 3,5 m á breidd, lagðist hreinlega saman þrátt fyrir að við höfðum lagt ógnarstóran drumb upp að hurðinni og keyrt traktor að honum til að festa hann við hurðina. Hingað til okkar leituðu í skjól ferðamenn á bíl sínum, þar sem þrjár rúður voru brotnar og þeir komust hvorki lönd né strönd – en þeir höfðu líka meitt sig.“ 
Að sögn Berglindar stóð þetta óveður yfir meira og minna allan daginn og þau hafi í raun verið heppin að sleppa ómeidd frá því. Hviðurnar mældust nálægt 60 metra á sekúndu í Hvammi, sem er í tæplega kílómetra fjarlægð frá Núpi III. Berglind segir að þau séu vel tryggð og því ætti tjónið ekki að koma of illa fjárhagslega við þau.

8 myndir:

Skylt efni: óveður | tjón

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...