Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Gömul hlaða sem notuð var sem vélageymsla fyrir Hvanneyrarbúið hrundi þegar ofsaveður gekk yfir landið í byrjun mánaðar. Flest tækin sluppu án mikils tjóns.
Gömul hlaða sem notuð var sem vélageymsla fyrir Hvanneyrarbúið hrundi þegar ofsaveður gekk yfir landið í byrjun mánaðar. Flest tækin sluppu án mikils tjóns.
Mynd / Hvanneyrarbúið
Fréttir 21. febrúar 2025

Hlaða hrundi í Borgarfirði

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Geymsluhúsnæði á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands hrundi í óveðri í byrjun febrúar. Það var í Mávahlíð utarlega í Lundarreykjadal í Borgarfirði.

Húsnæðið er gömul hlaða sem hefur verið nýtt sem geymsluhúsnæði fyrir landbúnaðartæki. Tjónið uppgötvaðist þegar óveðrið hafði gengið yfir, en enginn er búsettur í Mávahlíð. Við hlöðuna stóðu áður fjárhús sem voru nýtt af Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

Egill Gunnarsson, bústjóri Hvanneyrarbúsins, segir húsið hafa verið bárujárnsklædda timburgrind á steyptum sökkli. Altjón var á hlöðunni og er búið að fjarlægja brakið af staðnum. „Timbrið var mjög gott í henni enn þá, en það sem olli því að hún fauk er að það voru ryðgaðir múrbolta í sökklinum og dregararnir voru fúnir. Það eru neðstu spýturnar í timburgrindinni,“ segir Egill.

Vélarnar sem voru geymdar inni í hlöðunni sluppu flestar án mikils tjóns. „Það er ekkert sem skiptir máli á þeim sem er sérstaklega ónýtt. Það er mikið hægt að laga með slaghamri og sum tækin sluppu algjörlega ósködduð. Ég setti ekki viðkvæm tæki þarna inn, eins og áburðardreifara eða dráttarvélar. Þetta eru mest jarðvinnutæki, en þau eru bara úr járni og stáli og ekkert pjátur. Svo voru þarna þrjár rakstrarvélar, ein heyþyrla og einn gamall heyhleðsluvagn. Það eru tækin sem ég þarf að athuga hvort að snúist rétt og eðlilega,“ segir Egill.

Tækjunum hefur verið komið fyrir á Hvanneyri og reiknar Egill með að flest verði geymd úti það sem eftir lifir vetrar, enda stutt í að fyrstu vorverkin hefjist. Á meðan veðrið gekk yfir var Egill á Hvanneyri. „Mér fannst það nú bara fínt þar. Þetta lá í sunnan- og suðvestanátt og þá er mjög hvasst á Hvanneyri, en það verða aldrei svona ofboðslegar hviður eins og það verður þegar veðrið er meira suðaustan. Þetta var mun verra uppi á Hesti og í Mávahlíð og ég veit að þetta var mjög vont uppi í Skorradal,“ segir Egill.

Aðspurður um góð lokaorð segir Egill glettinn: „Geturðu opnað söfnunarreikning fyrir nýrri vélaskemmu?“

Skylt efni: óveður

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...