Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kengúrur á Indlandi.
Kengúrur á Indlandi.
Mynd / deccanherald.com
Fréttir 15. júní 2022

Yfirgefnar kengúrur vekja furðu á Indlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið var lögreglu í vesturhluta Bengal-ríkis á Indlandi tilkynnt um þrjár kengúrur sem væru að tefja umferð.

Eins og flestir vita eru kengúrur upprunnar í Ástralíu og því vakti talsverða furðu að þær skyldu finnast á umferðargötu á Indlandi.

Kengúrurnar þrjár eru sagðar varpa ljósi á sívaxandi vandamál á Indlandi og víðar um heim sem felst í ólöglegri verslun með villt dýr og ekki síst dýr í útrýmingarhættu.

Stöðutákn ósmekklegra meðaljóna

Talið er að kengúrunum hafi verið smyglað til Indlands með viðkomu í Nepal. Kengúrurnar voru mjög illa á sig komnar og vannærðar þegar tvær þeirra voru fluttar í dýragarð, þar sem þær munu dvelja í framtíðinni, en ein lést.

Líkt og víðar um heim eru framandi og sjaldgæf dýr og plöntur stöðutákn á Indlandi og vinsældir sem slík vaxandi meðal ósmekklegra nýríkra meðaljóna.
Samkvæmt opinberum tölum Traffic, stofnunar sem greinir ólöglega verslun með lífverur, lögðu tollayfirvöld á Indlandi hönd á yfir 70.000 framandi dýr af 84 mismunandi tegundum á árunum 2011 til 2020, sem smygla átti til landsins eða til annarra landa með viðkomu á Indlandi.

Ólögleg verslun með framandi og sjaldgæfar dýrategundir og plöntur er vaxandi vandamál um allan heim og hátt verð fæst fyrir lífverurnar og skiptir þá engu hvort um er að ræða sjaldgæfar skjaldbökur, páfagauka, lemúra, slöngur smáapa, orkideur eða kögurpálma.

Út á guð og gaddinn

Annað vandamál sem fylgir dýra- og plöntuversluninni er að þeir sem ásælast lífverurnar kunna sjaldnast að fara með þær né hafa viðeigandi aðstæður til að sinna þeim sem skyldi.

Dýrunum er líka iðulega sleppt út í náttúruna þar sem þeirra bíður ekkert annað en dauði. Einnig geta borist með lífverunum sjúkdómar og sníkjudýr sem ekki þekkjast í aðkomulandinu.

Skylt efni: kengúrur | Indland

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...