Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Í „Heimabyggð“ er sérstakur kælir fyrir vörurnar og sérsmíðaðar innréttingar og umgjörð, sem og hönnun kynningarefnis um vörurnar og framleiðendur þeirra.  Nú þegar hefur „Heimabyggð“ verið sett upp í verslunum Nettó í Mjódd og á Glerártorgi.
Í „Heimabyggð“ er sérstakur kælir fyrir vörurnar og sérsmíðaðar innréttingar og umgjörð, sem og hönnun kynningarefnis um vörurnar og framleiðendur þeirra. Nú þegar hefur „Heimabyggð“ verið sett upp í verslunum Nettó í Mjódd og á Glerártorgi.
Fréttir 18. mars 2021

Vörur úr heimabyggð í verslunum Samkaupa

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Samkaup hefur í samstarfi við íslenska smáframleiðendur hrundið af stað verkefninu „Heimabyggð“. Í því felst að íslenskum smáframleiðendum býðst nú að selja vörur sínar í sérstöku rými í völdum verslunum Samkaupa, undir nafninu „Heimabyggð“. 

Tilgangur verkefnisins er að gera vörum íslenskra smáframleiðenda hærra undir höfði og gera þær sýnilegri í verslunum Samkaupa.

„Við viljum styðja við íslenska smáframleiðendur og með Heimabyggð erum við að veita þeim sérstakt pláss í verslunum okkar. Það er mikilvægt, sérstaklega á tímum sem þessum, að styðja við íslenska framleiðslu og við hjá Samkaupum erum með skýra stefnu þegar kemur að stuðningi við nýsköpun og umhverfisvernd,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. 

Verkefnið er unnið í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla og er stefnt að því að koma „Heimabyggð“ upp í verslunum Samkaupa víðs vegar um landið. Nú þegar hefur „Heimabyggð“ verið sett upp í verslunum Nettó í Mjódd og á Glerártorgi. 

Tollkvótum úthlutað
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu
Fréttir 30. maí 2024

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir grein forstjóra Samkeppniseftirlitsin...

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...