Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Í „Heimabyggð“ er sérstakur kælir fyrir vörurnar og sérsmíðaðar innréttingar og umgjörð, sem og hönnun kynningarefnis um vörurnar og framleiðendur þeirra.  Nú þegar hefur „Heimabyggð“ verið sett upp í verslunum Nettó í Mjódd og á Glerártorgi.
Í „Heimabyggð“ er sérstakur kælir fyrir vörurnar og sérsmíðaðar innréttingar og umgjörð, sem og hönnun kynningarefnis um vörurnar og framleiðendur þeirra. Nú þegar hefur „Heimabyggð“ verið sett upp í verslunum Nettó í Mjódd og á Glerártorgi.
Fréttir 18. mars 2021

Vörur úr heimabyggð í verslunum Samkaupa

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Samkaup hefur í samstarfi við íslenska smáframleiðendur hrundið af stað verkefninu „Heimabyggð“. Í því felst að íslenskum smáframleiðendum býðst nú að selja vörur sínar í sérstöku rými í völdum verslunum Samkaupa, undir nafninu „Heimabyggð“. 

Tilgangur verkefnisins er að gera vörum íslenskra smáframleiðenda hærra undir höfði og gera þær sýnilegri í verslunum Samkaupa.

„Við viljum styðja við íslenska smáframleiðendur og með Heimabyggð erum við að veita þeim sérstakt pláss í verslunum okkar. Það er mikilvægt, sérstaklega á tímum sem þessum, að styðja við íslenska framleiðslu og við hjá Samkaupum erum með skýra stefnu þegar kemur að stuðningi við nýsköpun og umhverfisvernd,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. 

Verkefnið er unnið í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla og er stefnt að því að koma „Heimabyggð“ upp í verslunum Samkaupa víðs vegar um landið. Nú þegar hefur „Heimabyggð“ verið sett upp í verslunum Nettó í Mjódd og á Glerártorgi. 

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...