Vörur úr heimabyggð í verslunum Samkaupa
Samkaup hefur í samstarfi við íslenska smáframleiðendur hrundið af stað verkefninu „Heimabyggð“. Í því felst að íslenskum smáframleiðendum býðst nú að selja vörur sínar í sérstöku rými í völdum verslunum Samkaupa, undir nafninu „Heimabyggð“.