Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Myndin af námskeiði sem boðið er upp á fyrir matvælaframleiðendur á Norðurlandi vestra.
Myndin af námskeiði sem boðið er upp á fyrir matvælaframleiðendur á Norðurlandi vestra.
Mynd / Vörusmiðjan
Fréttir 15. mars 2021

Áframhaldandi stuðningur við smáframleiðendur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Samtök sveitarfélaga á Norður­landi vestra og Vörusmiðja BioPol á Skagaströnd hafa gengið frá samstarfssamningi um áhersluverkefnið Matvælasvæðið Norðurland vestra. Verkefnið lýtur að áframhaldandi stuðningi við smáframleiðendur á starfssvæði samtakanna og er unnið í nánu samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra.

Meðal þátta verkefnisins eru stuðningur við ýmiss konar námskeiðahald fyrir smáframleiðendur, sölubíl smáframleiðenda og vefverslun Vörusmiðjunnar. Einnig fellur undir verkefnið kynnisferð til Eldrimmer í Svíþjóð en það svæði er framarlega hvað full- og heimavinnslu varðar.

Þetta er í þriðja skiptið sem áhersluverkefni hafa verið skilgreind sérstaklega til að styðja við smáframleiðendur á starfssvæði SSNV. Slík verkefni hafa skýra skírskotun í sóknaráætlun landshlutans þar sem áhersla er lögð á fullvinnslu, sölu beint frá býli, virðisaukningu heima í héraði og stuðning við smáframleiðendur.

Vörusmiðjan heldur úti sölubíl smáframleiðenda sem fer um Norðurland vestra í reglubundnum ferðum samkvæmt leiðakerfi sem auðveldar íbúum að nálgast vörur framleiddar í héraði.

Býður upp á vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur

Vörusmiðja BioPol er vottað vinnslu­­rými fyrir smáframleiðendur sem staðsett er á Skaga­strönd. Þar hafa framleiðendur matvæla aðgang að aðstöðu til þróunar, nýsköpunar og framleiðslu á náttúrulegum mat- og heilsuvörum. Allur aðbúnaður í Vörusmiðjunni uppfyllir kröfur um öryggi framleiðenda og heilnæmi framleiðsluvörunnar og er þar aðgengi að tækjum og tólum til framleiðslunnar auk stuðnings við þróun, markaðssetningu og sölu. Á heimasíðu Vörusmiðjunnar er vefverslun þar sem framleiðsluvörur smáframleiðendanna eru til sölu.

Einnig heldur Vörusmiðjan úti sölubíl smáframleiðenda sem fer um Norðurland vestra í reglubundnum ferðum samkvæmt leiðakerfi sem auðveldar íbúum að nálgast vörur framleiddar í héraði.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...