Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vill auka sveigjanleika til að framleiða það sem hentugra kann
Fréttir 27. mars 2015

Vill auka sveigjanleika til að framleiða það sem hentugra kann

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði í ræðu sinni á aðalfundi Landssambands sauðfjárbænda að að nauðsynlegt væru að skoða og breyta fyrirkomulagi stuðnings við sauðfjárbændur þannig að bændur gætu aukið fjölbreytni í framleiðslu sinni samhlið sauðfjárræktinni.

„Nú veit ég ekki hvort einhver hér inn, gæti hugsað sér að skipta algerlega um í þessum efnum og auðvita eru einverjir með blönduð bú. En hljótum við ekki að spyrja okkur; hvernig getum við brugðist við skorti [hér er ráðherra að tala um skort á nautakjöti] og tryggt okkar tekjur í leiðinni, án þess að fyrirgera þeim stuðningi sem við nú höfum sem sauðfjárbændur? Stutta svarið liggur í því að breyta um fyrirkomulag styrkja. Það er að segja taka upp, að hluta eða breyta styrkjafyrirkomulagi, sem verður til þess að auka frelsi manna til framleiðslu.

Ég vil nefna það sérstaklega hér, að ég tel að það verði að vinda ofan af miklum fjármagnskostnaði sem plagað hefur bændur vegna kaupa á greiðslumarki. Ég fæ ekki betur séð en að í þeim viðskiptum fari alltof stór hluti af tekjum bænda til annarra en þeirra sjálfra. Kerfið er ekki hugsað fyrir lánastofnanir, heldur framleiðendur og neytendur.

Rétt er að leggja áherslu á það, að ég sé ekki fyrir mér að taka stuðning af þeim sem njóta hans núna og færa öðrum, heldur eingöngu að íhuga hvort auka þurfi sveigjanleika manna til að framleiða það sem hentugra kann að þykja. Þetta á ekki aðeins við um sauðfjárbændur, heldur alla bændur.

Ég vil minna á, að spár gera ráð fyrir stórauknum fjölda ferðamanna á komandi árum. Þá er tvennt í boði vegna skorts á nautakjöti; framleiða meira, eða flytja það inn. Innflutningur á nautgripakjöti var riflega 1.000 tonn árið 2014, að andvirði rúmlega 900 milljóna króna. Þarna er því nokkru að slægjast og ef þið getið teygt ykkur eftir sneið af kökunni með arðbærum hætti, því skylduð þið ekki gera það?“
 

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...