Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Farið er yfir mikilvægi grænmetis sem fæðutegundar, hollustu íslensku framleiðslunnar og framleiðslutegundir í Grænmetisbókinni sem kom út í sumar.
Farið er yfir mikilvægi grænmetis sem fæðutegundar, hollustu íslensku framleiðslunnar og framleiðslutegundir í Grænmetisbókinni sem kom út í sumar.
Mynd / Matís
Fréttir 5. september 2024

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matís gaf Grænmetisbókina út í sumar, sem er heildstætt vefrit um margar hliðar á íslenskri grænmetisframleiðslu og byggir á grænmetisverkefnum sem þar hafa verið unnin á undanförum árum.

Farið er yfir mikilvægi grænmetis sem fæðutegundar, hollustu íslensku framleiðslunnar og framleiðslutegundir. Þá er gerð grein fyrir möguleikum íslenskrar garðyrkju til framfara; nýtingu hliðarafurða og hámörkun gæða grænmetisins með bættri meðhöndlun við uppskeru og geymslu.

Grænmetisverkefni aðgengilegri

Grunnhugmynd bókarinnar er að gera upplýsingar úr grænmetisverkefnum Matís aðgengilegar á einum stað. Viðfangefnin spanna alla virðiskeðjuna frá uppskeru grænmetisins og alla leið á borð neytenda.

Ólafur Reykdal
Sjálfstæð efnistök

Markmiðið er að auka þekkingu á bestu meðferð grænmetis og auka þannig gæði grænmetis á markaði og stuðla að minni sóun.

Jafnframt er vonast til þess að áhugi neytenda aukist á íslensku grænmeti og hollustu þess.

Ólafur Reykdal heldur utan um útgáfuna hjá Matís og segir að efnistök hafi verið sjálfstæð út frá viðfangsefnum, en ekki bein afritun úr verkefnaskýrslum.

„Það er hægt að smella á hlekki í Grænmetisbókinni og nálgast ítarlegri umfjöllun úr skýrslum eða samantektum. Þannig hefur tekist að draga saman það sem fólk þarf á að halda. Efnið nær einnig til forvera Matís eins og fæðudeildar RALA. Í heimildalistanum er hægt að finna það efni sem hefur verið birt og notað á þessu sviði hjá Matís og forverum.

Umfjöllunin nær ekki til ræktunarinnar sjálfrar, til dæmis um yrki, áburðargjöf og fleira, sem er ekki viðfangsefni Matís,“ segir Ólafur.

Skylt efni: Matís | Grænmetisbókin

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f