Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Farið er yfir mikilvægi grænmetis sem fæðutegundar, hollustu íslensku framleiðslunnar og framleiðslutegundir í Grænmetisbókinni sem kom út í sumar.
Farið er yfir mikilvægi grænmetis sem fæðutegundar, hollustu íslensku framleiðslunnar og framleiðslutegundir í Grænmetisbókinni sem kom út í sumar.
Mynd / Matís
Fréttir 5. september 2024

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matís gaf Grænmetisbókina út í sumar, sem er heildstætt vefrit um margar hliðar á íslenskri grænmetisframleiðslu og byggir á grænmetisverkefnum sem þar hafa verið unnin á undanförum árum.

Farið er yfir mikilvægi grænmetis sem fæðutegundar, hollustu íslensku framleiðslunnar og framleiðslutegundir. Þá er gerð grein fyrir möguleikum íslenskrar garðyrkju til framfara; nýtingu hliðarafurða og hámörkun gæða grænmetisins með bættri meðhöndlun við uppskeru og geymslu.

Grænmetisverkefni aðgengilegri

Grunnhugmynd bókarinnar er að gera upplýsingar úr grænmetisverkefnum Matís aðgengilegar á einum stað. Viðfangefnin spanna alla virðiskeðjuna frá uppskeru grænmetisins og alla leið á borð neytenda.

Ólafur Reykdal
Sjálfstæð efnistök

Markmiðið er að auka þekkingu á bestu meðferð grænmetis og auka þannig gæði grænmetis á markaði og stuðla að minni sóun.

Jafnframt er vonast til þess að áhugi neytenda aukist á íslensku grænmeti og hollustu þess.

Ólafur Reykdal heldur utan um útgáfuna hjá Matís og segir að efnistök hafi verið sjálfstæð út frá viðfangsefnum, en ekki bein afritun úr verkefnaskýrslum.

„Það er hægt að smella á hlekki í Grænmetisbókinni og nálgast ítarlegri umfjöllun úr skýrslum eða samantektum. Þannig hefur tekist að draga saman það sem fólk þarf á að halda. Efnið nær einnig til forvera Matís eins og fæðudeildar RALA. Í heimildalistanum er hægt að finna það efni sem hefur verið birt og notað á þessu sviði hjá Matís og forverum.

Umfjöllunin nær ekki til ræktunarinnar sjálfrar, til dæmis um yrki, áburðargjöf og fleira, sem er ekki viðfangsefni Matís,“ segir Ólafur.

Skylt efni: Matís | Grænmetisbókin

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...