Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Farið er yfir mikilvægi grænmetis sem fæðutegundar, hollustu íslensku framleiðslunnar og framleiðslutegundir í Grænmetisbókinni sem kom út í sumar.
Farið er yfir mikilvægi grænmetis sem fæðutegundar, hollustu íslensku framleiðslunnar og framleiðslutegundir í Grænmetisbókinni sem kom út í sumar.
Mynd / Matís
Fréttir 5. september 2024

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matís gaf Grænmetisbókina út í sumar, sem er heildstætt vefrit um margar hliðar á íslenskri grænmetisframleiðslu og byggir á grænmetisverkefnum sem þar hafa verið unnin á undanförum árum.

Farið er yfir mikilvægi grænmetis sem fæðutegundar, hollustu íslensku framleiðslunnar og framleiðslutegundir. Þá er gerð grein fyrir möguleikum íslenskrar garðyrkju til framfara; nýtingu hliðarafurða og hámörkun gæða grænmetisins með bættri meðhöndlun við uppskeru og geymslu.

Grænmetisverkefni aðgengilegri

Grunnhugmynd bókarinnar er að gera upplýsingar úr grænmetisverkefnum Matís aðgengilegar á einum stað. Viðfangefnin spanna alla virðiskeðjuna frá uppskeru grænmetisins og alla leið á borð neytenda.

Ólafur Reykdal
Sjálfstæð efnistök

Markmiðið er að auka þekkingu á bestu meðferð grænmetis og auka þannig gæði grænmetis á markaði og stuðla að minni sóun.

Jafnframt er vonast til þess að áhugi neytenda aukist á íslensku grænmeti og hollustu þess.

Ólafur Reykdal heldur utan um útgáfuna hjá Matís og segir að efnistök hafi verið sjálfstæð út frá viðfangsefnum, en ekki bein afritun úr verkefnaskýrslum.

„Það er hægt að smella á hlekki í Grænmetisbókinni og nálgast ítarlegri umfjöllun úr skýrslum eða samantektum. Þannig hefur tekist að draga saman það sem fólk þarf á að halda. Efnið nær einnig til forvera Matís eins og fæðudeildar RALA. Í heimildalistanum er hægt að finna það efni sem hefur verið birt og notað á þessu sviði hjá Matís og forverum.

Umfjöllunin nær ekki til ræktunarinnar sjálfrar, til dæmis um yrki, áburðargjöf og fleira, sem er ekki viðfangsefni Matís,“ segir Ólafur.

Skylt efni: Matís | Grænmetisbókin

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f