Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Vetrarfóðraðar kindur hafa ekki verið færri í 70 ár
Fréttir 6. febrúar 2020

Vetrarfóðraðar kindur hafa ekki verið færri í 70 ár

Heildarframleiðsla á kindakjöti árið 2019 var 9.719 tonn sem er samdráttur um 7,3% frá fyrra ári. Sala var 7.100 tonn, sem er örlítill samdráttur frá fyrra ári.  Hlutdeild kindakjöts af heildarsölu af innlendri framleiðslu er 24,5%.

Ef aðeins er horft til dilkakjöts var framleiðsla ársins alls 8.376 tonn sem var 6,8% samdráttur frá fyrra ári og sala innanlands 6.401 tonn sem er 0,5% samdráttur frá fyrra ári. Ef horft er til sölu innanlands á lambakjöti frá 1. september er salan 7% meiri núna en á sama tímabili og í fyrra. 

30% samdráttur í útflutningi á kindakjöti

Heildarútflutningur á kindakjöti var 2.456 tonn, sem er 30% samdráttur frá fyrra ári.
„Þessi niðurstaða er í samræmi við það sem við var að búast,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda (LS).

„Samdráttur í framleiðslu dregur verulega úr útflutningi. Við höfum verið að fást við markaðsbresti í greininni sem m.a. varð vegna hruns á erlendum mörkuðum fyrir lambakjöt.  Það má segja að við séum farin að nálgast jafnvægi á þessum markaði.

Mælingar Hagstofu Íslands sýna að smásöluverð á lambakjöti er að hækka. Hækkun frá janúar 2019 til janúar 2020 er um 6,2%. Þetta gerir nú ekki mikið meira en að halda í við kostnaðarhækkanir og verðlagsþróun. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,6% á sama tímabili  og launakostnaður hefur aukist verulega.

Tveir sláturleyfishafar hafa nú boðað að þeir muni greiða álagsgreiðslur á slátrun haustsins 2019. Annars vegar SAH sem greiða 3% uppbætur og hins vegar Sláturfélag Vopnafjarðar sem greiðir 25 kr/kg.  Þetta gefur til kynna að ástandið fari batnandi, en auðvitað er langt í að afurðaverð teljist viðunandi,“ segir Unnsteinn.

„Meðalverð til bænda haustið 2019 var um 449 kr/kg. Við erum búin að sjá hækkun á afurðaverð síðastliðin tvö haust eftir að hér varð hrun í afurðaverði haustið 2016 og 2017.

Þessi hækkun hefur hins vegar lítið annað gert en að fylgja verðlagi.  Árið 2015 var meðalafurðaverð 604 kr/kg.

Ef afurðaverð á að fylgja almennri verðlagsþróun í landinu frá árinu 2015 þá þarf það að vera um 660 kr/kg á komandi hausti. 

Vetrarfóðraðar kindur ekki færri í 70 ár

„Vetrarfóðruðum kindum fækkar um 3–5% milli ára sem gefur okkur það að framleiðslan á komandi hausti minnkar um 300 tonn og verður um 8.100 tonn af dilkakjöti. Vetrarfóðraðar kindur hér á landi árið 2020 eru um 419 þúsund og þarf að fara allt aftur til niðurskurðaráranna 1949–1951 til að finna lægri tölur um ásetning alla síðustu öld. – Það er mikið undir að bændur sjái verulega leiðréttingu á afurðaverði á komandi hausti. Ef fé fækkar mikið meira getur orðið erfitt fyrir þá sem eftir eru að standa undir sameiginlegum verkefnum,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason. 

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...