Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vetnisknúni rafbíllinn Toyota Mirai árið 2021 komst í Heimsmetabók GUINNESS WORLD RECORDS í ágúst fyrir lengstu vegalengd sem bifreið búin vetnis-efnarafal hefur komist á einni tankfyllingu, eða 1.360 km. Aðeins tók fimm mínútur að fylla á tankana fyrir aksturinn og útblásturinn úr púströrinu var hreint vatn.
Vetnisknúni rafbíllinn Toyota Mirai árið 2021 komst í Heimsmetabók GUINNESS WORLD RECORDS í ágúst fyrir lengstu vegalengd sem bifreið búin vetnis-efnarafal hefur komist á einni tankfyllingu, eða 1.360 km. Aðeins tók fimm mínútur að fylla á tankana fyrir aksturinn og útblásturinn úr púströrinu var hreint vatn.
Fréttir 25. október 2021

Vetnisdrifni rafbíllinn Toyota Mirai setti nýtt heimsmet

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Toyota Mirai 2021 hefur opinberlega slegið metið fyrir mestu vegalengd vetnisknúins rafbíls á einni tankfyllingu samkvæmt Heimsmetabók Guinness.

Í hringferðinni í suðurhluta Kaliforníu sem farin var dagana 23. og 24. ágúst 2021 náði Mirai óvænt að ljúka 845 mílna (1.359.9 km) ferðalagi á einni tankfyllingu af vetni og setti um leið nýtt heimsmet. Aðeins tók fimm mínútur að fylla vetnistanka bílsins fyrir aksturinn.

Lengdarmet Toyota Mirai var nýlega viðurkennt af Ward's Auto­motive sem tíundi besti árangur allra véla og drifkerfa og setji ný viðmið í akstursvegalengd bíla sem losa engan koltvísýring.

Notaði 5,65 kg af vetni

Það þurfti 5,65 kg af vetni til að fylla geyma Mirai og var ekið framhjá 12 vetnisáfyllingarstöðvum á leiðinni án þess að tekið væri eldsneyti. Mirai var að mestu ekið á álagstíma á umferðargötum. Hitastigið á leiðinni var á bilinu 18° til 28°C (65 til 83 gráður á Fahrenheit). Á leiðinni skilaði efnarafallinn 0 kg af CO2 en hefðbundinn brunahreyfill hefði framleitt um 292 kg af CO2 á sama tíma.

Þriðja kynslóð Toyota Mirai

„Toyota Mirai var fyrsti vetnisefnarafalsbíllinn sem boðinn var í smásölu í Norður-Ameríku árið 2016 og nú er önnur kynslóð Mirai að setja upp akstursmet. Þessi nýstárlega tækni, er aðeins ein af mörgum losunarfríum lausnum á okkar sviði og veitir okkur gleði yfir að vera leiðandi í greininni á þessu sviði,“ sagði Bob Carter, framkvæmdastjóri Toyota Motor North America.

Tilraun Toyota Mirai til að setja heimsmetið var gerð undir miklu eftirliti starfsfólks Heims­metabókar Guinness, sem tryggði að fylgt væri öllum formsatriðum og ströngustu reglum samtakanna. Mirai náði merkilegum árangri í skilvirkni og það eina sem kom út úr púströrinu var vatn. Vetnistankar Mirai voru teknir út af Michael Empric, dómara GUINNESS WORLD RECORDS, bæði í upphafi og við lok ferðarinnar.

Tveggja daga ferðalagið hófst mánudaginn 23. ágúst 2021 hjá tæknisetri Toyota í Gardena í Kaliforníu. Þar eru höfuðstöðvar eldsneytisþróunardeildar Toyota. Tæknilegur ökumaður var Wayne Gerdes, en við stýrið var Bob Winger. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...