Þverun Þorskafjarðar. Brúin verður milli Þórisstaða og Kinnarstaða.
Þverun Þorskafjarðar. Brúin verður milli Þórisstaða og Kinnarstaða.
Fréttir 17. febrúar 2021

Vegagerðin framkvæmir fyrir 27 milljarða í ár

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Heilmiklar framkvæmdir eru boðaðar hjá Vegagerðinni nú á árinu 2021. Þær nema alls ríflega 27 milljörðum króna, þar af eru 15,5 milljarðar til ný­framkvæmda og um 12 milljörðum verður varið til viðhalds.

Væntanlegar framkvæmdir voru kynntar á útboðsþingi Vega­gerðarinnar fyrir skemmstu og frá þeim er sagt á vefsíðu hennar.

Breyting á vegstæði við Hornafjarðarfljót

Stærsta einstaka verkið hjá Vega­gerðinni er breyting á veg­stæði Hringvegarins um Horna­fjarðarfljót. Það er svokallað samvinnuverkefni opinberra og einkaaðila og mun kosta um sex milljarða. Sú leið mun stytta Hringveginn um tíu til tólf kílómetra. Vegagerðin hyggst verja 2,2 milljörðum króna til framkvæmda við Suðurlandsveg en það er hluti samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 2019.

Þverun Þorskafjarðar og Axarvegur

Jafnframt er áætlað að verja 3,5 milljörðum til áframhaldandi framkvæmda á veginum um Kjalarnes og allt að 3 milljörðum til þverunar Þorskafjarðar og sömu fjárhæð til Axarvegar sem er samvinnuverkefni.

Á næstu þremur árum verður farið í endurbætur á höfninni í Þorlákshöfn og áætlanir gera ráð fyrir að til þess verði varið tæpum 2,8 milljörðum króna. 

Skylt efni: Vegagerð | Vegamál

Lífræn framleiðsla eykst í löndum ESB
Fréttir 4. mars 2021

Lífræn framleiðsla eykst í löndum ESB

Frá árinu 2012 til 2019 var 46% aukning í landsvæði í löndum Evrópusambandsins s...

Bændasamtök Íslands boða til veffundar um mögulegar breytingar á félagskerfi landbúnaðarins
Fréttir 4. mars 2021

Bændasamtök Íslands boða til veffundar um mögulegar breytingar á félagskerfi landbúnaðarins

Stjórn Bændasamtaka Íslands (BÍ) býður bændum til veffundar fimmtudaginn 4. mars...

Orkídea er vettvangur nýsköpunar fyrir matvælaframleiðslu og líftækni
Fréttir 4. mars 2021

Orkídea er vettvangur nýsköpunar fyrir matvælaframleiðslu og líftækni

Síðasta sumar var undirritað samkomulag á milli Landsvirkjunar, Sambands sunnlen...

Góður árangur og bæting í ræktunarstarfinu á milli ára
Fréttir 3. mars 2021

Góður árangur og bæting í ræktunarstarfinu á milli ára

Ár hvert halda búgreinafélög í Austur-Húnavatnssýslu sam­eigin­lega árshátíð fyr...

Mýrdælingar mótmæla harðlega hugmyndum um bann við fýladrápi
Fréttir 3. mars 2021

Mýrdælingar mótmæla harðlega hugmyndum um bann við fýladrápi

Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, er mjög ósáttur við frumvarp umhve...

Samkeppniseftirlit fær viðbótarfrest til að komast að niðurstöðu
Fréttir 3. mars 2021

Samkeppniseftirlit fær viðbótarfrest til að komast að niðurstöðu

„Frestur til rannsóknar málsins framlengist um allt að 35 virka daga, en á þessu...

Riðutilfelli staðfest í Húnaþingi vestra
Fréttir 2. mars 2021

Riðutilfelli staðfest í Húnaþingi vestra

Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Húnaþingi vestra í Vatnsneshólfi, samkvæm...

Mun minni samdráttur í sölu mjólkurvara en ætla mætti vegna fækkunar erlendra ferðamanna
Fréttir 2. mars 2021

Mun minni samdráttur í sölu mjólkurvara en ætla mætti vegna fækkunar erlendra ferðamanna

Sala á skyri frá MS dróst saman á síðasta ári og frá janúarlokum 2020 til janúar...