Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Matís og hérlendir samstarfsaðilar styrkja sinn þátt í alþjóðlegum rannsóknum og nýsköpunarverkefnum sem lúta að sjávarútvegi og fiskeldi.
Matís og hérlendir samstarfsaðilar styrkja sinn þátt í alþjóðlegum rannsóknum og nýsköpunarverkefnum sem lúta að sjávarútvegi og fiskeldi.
Mynd / Pixabay
Fréttir 30. janúar 2025

Um sex hundruð milljónir til íslenskra aðila

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matís og samstarfsaðilar hafa tryggt sér 2,5 milljarða króna í styrki frá rammaáætlun Evrópu um rannsóknir og nýsköpun.

Þrjú alþjóðleg rannsókna- og nýsköpunarverkefni sem Matís kemur að hafa verið valin til fjármögnunar af Horizon Europe- rammaáætluninni. Matís fær um 310 milljónum króna úthlutað og innlendir samstarfsaðilar um 270 milljónum króna. Öll snúa þessi verkefni að því að auka sjálfbærni í fiskveiðum og fiskeldi, draga úr umhverfisáhrifum, og gera greinarnar betur reiðubúnar til að mæta áhrifum loftslagsbreytinga, sem og aukinna krafna um að fyrirtæki sýni fram á að sjálfbærnimarkmið séu höfð að leiðarljósi í rekstri, að því er fram kemur í tilkynningu Matís.

MarineGuardian-verkefnið hefur það að markmiði að efla sjálfbærar fiskveiðar og stuðla að verndun sjávarvistkerfa í Atlantshafi og Norðuríshafi. MeCCAM- verkefnið fjallar um að þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og aðra hagaðila í Evrópu. Þriðja verkefnið sem Matís kemur að ber nafnið OCCAM og er systurverkefni MeCCAM, þar sem því er ætlað að styðja fiskeldisiðnaðinn við mótvægisaðgerðir og aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga.

Skylt efni: rannsóknir

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...