Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Matís og hérlendir samstarfsaðilar styrkja sinn þátt í alþjóðlegum rannsóknum og nýsköpunarverkefnum sem lúta að sjávarútvegi og fiskeldi.
Matís og hérlendir samstarfsaðilar styrkja sinn þátt í alþjóðlegum rannsóknum og nýsköpunarverkefnum sem lúta að sjávarútvegi og fiskeldi.
Mynd / Pixabay
Fréttir 30. janúar 2025

Um sex hundruð milljónir til íslenskra aðila

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matís og samstarfsaðilar hafa tryggt sér 2,5 milljarða króna í styrki frá rammaáætlun Evrópu um rannsóknir og nýsköpun.

Þrjú alþjóðleg rannsókna- og nýsköpunarverkefni sem Matís kemur að hafa verið valin til fjármögnunar af Horizon Europe- rammaáætluninni. Matís fær um 310 milljónum króna úthlutað og innlendir samstarfsaðilar um 270 milljónum króna. Öll snúa þessi verkefni að því að auka sjálfbærni í fiskveiðum og fiskeldi, draga úr umhverfisáhrifum, og gera greinarnar betur reiðubúnar til að mæta áhrifum loftslagsbreytinga, sem og aukinna krafna um að fyrirtæki sýni fram á að sjálfbærnimarkmið séu höfð að leiðarljósi í rekstri, að því er fram kemur í tilkynningu Matís.

MarineGuardian-verkefnið hefur það að markmiði að efla sjálfbærar fiskveiðar og stuðla að verndun sjávarvistkerfa í Atlantshafi og Norðuríshafi. MeCCAM- verkefnið fjallar um að þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og aðra hagaðila í Evrópu. Þriðja verkefnið sem Matís kemur að ber nafnið OCCAM og er systurverkefni MeCCAM, þar sem því er ætlað að styðja fiskeldisiðnaðinn við mótvægisaðgerðir og aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga.

Skylt efni: rannsóknir

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...