Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Matís og hérlendir samstarfsaðilar styrkja sinn þátt í alþjóðlegum rannsóknum og nýsköpunarverkefnum sem lúta að sjávarútvegi og fiskeldi.
Matís og hérlendir samstarfsaðilar styrkja sinn þátt í alþjóðlegum rannsóknum og nýsköpunarverkefnum sem lúta að sjávarútvegi og fiskeldi.
Mynd / Pixabay
Fréttir 30. janúar 2025

Um sex hundruð milljónir til íslenskra aðila

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matís og samstarfsaðilar hafa tryggt sér 2,5 milljarða króna í styrki frá rammaáætlun Evrópu um rannsóknir og nýsköpun.

Þrjú alþjóðleg rannsókna- og nýsköpunarverkefni sem Matís kemur að hafa verið valin til fjármögnunar af Horizon Europe- rammaáætluninni. Matís fær um 310 milljónum króna úthlutað og innlendir samstarfsaðilar um 270 milljónum króna. Öll snúa þessi verkefni að því að auka sjálfbærni í fiskveiðum og fiskeldi, draga úr umhverfisáhrifum, og gera greinarnar betur reiðubúnar til að mæta áhrifum loftslagsbreytinga, sem og aukinna krafna um að fyrirtæki sýni fram á að sjálfbærnimarkmið séu höfð að leiðarljósi í rekstri, að því er fram kemur í tilkynningu Matís.

MarineGuardian-verkefnið hefur það að markmiði að efla sjálfbærar fiskveiðar og stuðla að verndun sjávarvistkerfa í Atlantshafi og Norðuríshafi. MeCCAM- verkefnið fjallar um að þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og aðra hagaðila í Evrópu. Þriðja verkefnið sem Matís kemur að ber nafnið OCCAM og er systurverkefni MeCCAM, þar sem því er ætlað að styðja fiskeldisiðnaðinn við mótvægisaðgerðir og aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga.

Skylt efni: rannsóknir

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...