Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Meðalfallþungi ársins var 17,22 kíló, sem er rúmum 600 grömmum meira en í fyrra.
Meðalfallþungi ársins var 17,22 kíló, sem er rúmum 600 grömmum meira en í fyrra.
Mynd / smh
Fréttir 17. nóvember 2023

Um 28 þúsund færri lömbum slátrað í haust

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar í haust miðað við á síðasta ári. Meðalfallþungi ársins var 17,22 kíló, sem er rúmum 600 grömmum meira en í fyrra, og er þetta í annað skiptið sem meðalfallþungi fer yfir 17 kíló, en árið 2021 var meðalfallþungi 17,40 kíló.

Samkvæmt nýjum sláturtölum Matvælastofnunar er samdráttur í kjötframleiðslu um 200 tonn á milli ára.

Heldur færri fullorðnar ær

Einar Kári Magnússon, sem hefur yfirumsjón með kjötmati hjá Matvælastofnun, segir að heldur færri fullorðnar ær hafi komið til slátrunar í haust miðað við síðustu haust.

„Þrátt fyrir það má nokkuð örugglega búast við áframhaldandi samdrætti í framleiðslu næsta haust, en erfitt er að setja fram nákvæm framleiðsluspá fyrr en ásetningstölur haustsins liggja fyrir,“ segir hann.

Góðar meðaleinkunnir fyrir gerð og fitu

Í haust komu rúmir 418 þúsund dilkar til slátrunar, en á síðasta ári voru þeir um 446 þúsund. Á milli áranna 2021 og 2022 var fækkun sláturlamba um 19 þúsund.

Meðaleinkunnir fyrir gerð og fitu voru hærri en á undanförnum árum. Einkunn fyrir fitu var að meðaltali 6,62 og fyrir gerð 9,58.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...