Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Meðalfallþungi ársins var 17,22 kíló, sem er rúmum 600 grömmum meira en í fyrra.
Meðalfallþungi ársins var 17,22 kíló, sem er rúmum 600 grömmum meira en í fyrra.
Mynd / smh
Fréttir 17. nóvember 2023

Um 28 þúsund færri lömbum slátrað í haust

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar í haust miðað við á síðasta ári. Meðalfallþungi ársins var 17,22 kíló, sem er rúmum 600 grömmum meira en í fyrra, og er þetta í annað skiptið sem meðalfallþungi fer yfir 17 kíló, en árið 2021 var meðalfallþungi 17,40 kíló.

Samkvæmt nýjum sláturtölum Matvælastofnunar er samdráttur í kjötframleiðslu um 200 tonn á milli ára.

Heldur færri fullorðnar ær

Einar Kári Magnússon, sem hefur yfirumsjón með kjötmati hjá Matvælastofnun, segir að heldur færri fullorðnar ær hafi komið til slátrunar í haust miðað við síðustu haust.

„Þrátt fyrir það má nokkuð örugglega búast við áframhaldandi samdrætti í framleiðslu næsta haust, en erfitt er að setja fram nákvæm framleiðsluspá fyrr en ásetningstölur haustsins liggja fyrir,“ segir hann.

Góðar meðaleinkunnir fyrir gerð og fitu

Í haust komu rúmir 418 þúsund dilkar til slátrunar, en á síðasta ári voru þeir um 446 þúsund. Á milli áranna 2021 og 2022 var fækkun sláturlamba um 19 þúsund.

Meðaleinkunnir fyrir gerð og fitu voru hærri en á undanförnum árum. Einkunn fyrir fitu var að meðaltali 6,62 og fyrir gerð 9,58.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...