Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aðstoðarforsætisráðherra Kína, hagfræðingurinn Liu He, ásamt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, með nýundirritaðan tollasamning í Hvíta húsinu 16. janúar 2020.
Aðstoðarforsætisráðherra Kína, hagfræðingurinn Liu He, ásamt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, með nýundirritaðan tollasamning í Hvíta húsinu 16. janúar 2020.
Fréttir 28. janúar 2020

Trump undirritar samning við Kínverja um afléttingu tolla

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Undirritaður hefur verið fyrsti áfangi í að taka niður tollmúra í viðskiptum Bandaríkjanna og Kína. Sem kunnugt er hefur þetta tollastríð haft mikil og neikvæð áhrif á landbúnað í Bandaríkjunum. Þessi áfanga­samningur gengur út á að afnema tolla á viðskiptum með rautt kjöt og alifuglaafurðir. 
 
Samningurinn var undir­ritaður af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðstoðar­forsætisráðherra Kína, Liu He. Búist er við að þessi samningur hafi umtalsverð áhrif á kjötiðnað í Bandaríkjunum. Þá má telja líklegt að þetta muni gagnast Trump vel til að endurvinna atkvæði fjölmargra bandarískra bænda í forsetakosningunum í haust, en margir þeirra hafa farið illa út úr tollastríðinu við Kína. 
 
Sagður gríðarlegur sigur fyrir allt efnahagskerfið
 
Haft er eftir David Perude, aðstoðar­manni Bandaríkjaforseta, á vefsíðu Global Meat að það hafi tekið Kínverja langan tíma að átta sig á að Trump forseta væri alvara. Þessi fyrsti áfangi tollasamnings sé gríðarlegur sigur fyrir allt efnahagskerfið. Samkomulagið jafni stöðuna á markaði fyrir bandarískan landbúnað og muni verða vítamínsprauta fyrir bændur í Bandaríkjunum, búgarðseigendur og framleiðendur. 
 
Segir Perude að Kína hafi ekki farið eftir leikreglum viðskiptalífsins um langa hríð. Það beri að þakka Trump forseta fyrir að hafa staðið á móti ósann­gjörnum viðskiptaháttum og setja þannig Bandaríkin í forgang [America first]. Segir hann að Bandaríkjamenn bíði spenntir eftir að hefja útflutning til Kína á vörum sem Kínverjar eru sólgnir í. Perude þekkir vel til í bandarískum landbúnaði og er fæddur og uppalinn   í landbúnaði í Bonaire í Georgíuríki. 
 
Samningurinn skipti mestu máli fyrir bandaríska kjöt- og alifuglaframleiðendur. Hann mun væntanlega hafa gríðarleg áhrif til eflingar á útflutningi banda­rískra matvæla úr landbúnaði og sjávarútvegi. Það mun að mati Perude auka tekjur bandarískra bænda og sjómanna. Auka umsvif í dreifbýli og auka atvinnu. 
Samningurinn tekur á afnámi hafta á viðskiptum með fjölda framleiðsluvara. Þar á meðal á rauðu kjöti, alifuglaafurðum, hrísgrjónum, mjólkurvörum, barnamat, fram­leiðslu garðyrkjubænda, dýrafóðri, fæðubótarefni, gælu­dýra­fóðri, framleiðsluvörum úr landbúnaðar­líftækni og sjávarafurðum. 
 
Ekki eru allir jafn ánægðir
 
Jared Bernstein, fyrrum yfir­hag­fræðingur Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, fjallar um málið í Washington Post. Hann hefur uppi ýmsar efasemdir um samninginn og segir að hann segi akkúrat ekkert um að viðskipti verði á sanngjarnari nótum en áður. Ekki heldur um atvinnu- og mannréttindi, fæðu- og matvæla­öryggi né að umhverfis­reglum verði fylgt. Það sé verið að hæpa upp aðgengi banka, fjárfesta og spákaupmanna í fasteignabransanum að kínverskum markaði. Segist hann löngum hafa bent á að slíkur samningur ýtti undir bandarísk fyrirtæki til að flytja starfsemi og störf til útlanda. Það skaði bandarískan verkalýð og skapi viðskiptahalla í samskiptunum við Kína.  
 
Húrrahróp frá kjötútflytjendum
 
Dan Halstrom, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri samtaka kjötútflytjenda í Bandaríkjunum ( US Meat Export  Federation – USMEF), segir að samningurinn sé afar mikilvægur. Hann gefi bandarískum nautgripakjöts- og svínakjötsframleiðendum tækifæri til að efla sína framleiðslu fyrir Kínverja þar sem markaðurinn fyrir rautt kjöt sé í hröðustum vexti á heimsvísu.  
 
Á síðasta ári fluttu Kínverjar inn rautt kjöt fyrir 14 milljarða dollara og var það aukning upp á 65% frá árinu 2018. Segir Halstrom að bandarískir framleiðendur hlakki mjög til að ná hlutdeild á þessum ört vaxandi markaði. 
 
Jennefer Houston, forseti lands­sambands nautgripa­framleiðenda í Bandaríkjunum, NCBA, tekur í svipaðan streng og segir samninginn gjörbreyta stöðunni hjá kjötiðnaðinum í landinu. Þá fagnar kjötstofnun Bandaríkjanna (The North American Meat Institude) líka samningnum við Kínverja. 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...